Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1971, Page 78

Æskan - 01.11.1971, Page 78
JÓLAUNDIRBÚNINGURINN er nú í fullum gangi og allir vilja gera sitt bezta til að jólin verði sem ánægjulegust. Ef allir eiga að geta notið jólanna, þarf að dreifa heimilisstörfunum á fjölskylduna, eftir því sem unnt er. Það er óréttlátt, að húsmóðirin ein vinni öll heimilisverkin yfir hátíðina og geti hvorki notið andlegs né líkamlegs fóðurs, meðan aðrir á heimilinu eiga frí og bíða eftir að fá allt rétt upp í hendurnar. Reyndar er nokkuð stór hópur fólks, sem þarf að vinna um jól, s. s. fólk, sem vinnur að búskap og við ýmiss konar þjónustu. I>ar eð börn eru í leyfi frá skólum, eiga þau að hjálpa til, t. d. við matargerð. Tveir menntaskólapiltar í Reykjavík óska eftir auðveldum mataruppskriftum, en þó eitthvað ólíkum þvi, sem venjulegt er. Þessir piltar segjast tvö undanfarin jól hafa gefið móður sinni frí frá matreiðslunni einn dag í jólaleyfinu og stjórnað sjálfir í eldhúsinu. Þetta ættu fleiri að gera. Ensk ostakaka 250 g hveiti 125 g smjörliki 100 g s.vkur 1 egg 1 tsk. lyftiduft 2 tsk. borðedik Fylling: 100 g rifinn ostur 45% 1- 2 egg % msk. sitrónusafi % tsk. kanill 2 tsk. sykur 2- 3 msk. rúsinur Ensk ostakaka. 1. Búið til venjulegt hnoðað deig og geymið í isskáp i 1—2 klst. 2. Rífið ostinn á grófu rifjárni og blandið saman eggjuin, sitrónusafa, kanil, sykri og rúsinum. 3. Breiðið deigið þykkt út, smyrjið mót, stráið brauðmylsnu i það og klæðið mótið með deiginu. 4. Smyrjið ostasósunni jafnt í mótið, eins og sést á myndinni. 5. Bakið i 40 mín. við 225° hita. Súkkulaðiterta 180 g smjör 50 g sykur 40 g súkkulaði 250 g liveiti 1. Bræðið súkkulaðið yfir gufu. 2. Blandið sykri og liveiti saman og myljið smjörlikið saman við. 3. Vætið i með súkkulaðibráðinni og linoðið deigið jafnt. 4. Geymið deigið á köldum stað i 1—2 klst. 5. Skiptið deiginu i þrjá hluta. Breiðið hvern hluta út fyrir sig. 6. Hafið smjörpappír undir og ofan á deiginu, svo að það festist ekki við borð eða kefli. Súkkulaðiterta 7. Fjarlægið efra hréfið, mótið köku með diski og bakið kökurnar á neðra hréf- inu. 8. Bakið i 12—15 min. við 200—225°C. Kælið botninn og fjarlægið pappirinn. 9. Búið til krem. Sjóðið saman 2V4 dl mjólk, 50 g sykur og 60 g súkkulaðl. Hrærið 2 eggjarauður með 1 msk. af kartöflumjöli og bætið því út í súkkulaðimjólkina. Þeytið stöðugt á meðan kremið liitnar og suðan kemur upp. 10. Kælið kremið og látið það á milli tertubotnanna. 11. Sykurbráð: Sjóðið 60 g súkkulaði, 100 g af sykri, 1 msk. af smjöri og 1 dl af vatni í 1—2 min. Hellið bráðinni yfir tertuna og skreytið eftir eigin vild með afhýddum möndlum eða með marsipan. Eplakaka 800 g epli 150 g brauðmylsna 50 g sykur 3 dl rjómi 1 tsk. vanillusykur 3 msk. rifsberjahlaup eða jarðarberjahlaup 1. Afhýðið og sjóðið eplin í örlitlu vatni. 2. Blandið brauðmylsnu og sykri saman. 3. Látið brauðmylsnu og mauk i lögum í skál á meðan maukið er heitt. 4. Kælið maukið. Þeytið rjómann og blandið vaniilu i hann. 5. Sprautið rjómanum yfir skálina og setjið rifsberjahlaup í toppum á rjóm- ann. Kökuna má cinnig bera frarn á tertufati. Eplakaka er ýmist höfð með kaffi á jólahorðið eða höfð sem ábæt- isréttur. 76

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.