Mjölnir - 01.01.1902, Blaðsíða 6

Mjölnir - 01.01.1902, Blaðsíða 6
4 Kristur hefur gjört svo óendanlega mihið fyrir oss, og af >TÍ að oss blöskrar oymdin, sorgin og glötunin, sem vinið flytur þjer og þínurn. En hverju svarar þú spurningum mínum? „Jog get hætt, þegar jeg vil“, segja sumir, en segja það ekki satt; það eru ekki annað en mannalœti, þeir «ru þrælar fýsnarinnar og geta ekki hætt hjálparlaust, fiinmitt af því að viljinn er lamaður. Ef þú ert í þeim hóp og se.gir með glötunar-bikarinn í annari hendinni: „Jeg get hætt, þegar jeg vil“, þá láttu sjá að þú sjort ekki þræll og ræfill og hættu að drekka nokkra mánuði. Pú munt þá komast að raun um, hveisu kraptar þínir eru litlir, en byrðin þung. Leitaðu þá til hans, sem sagði: „Komið til mín allir þjer, sem erfið- ið og þunga eru hlaðnir, jeg mun gefa yður hvíld“. „Mjer er ómögulngt að hætta; jeg held jeg hafi reynt flest, sem mjer hefur dottið í hug til að losna við flösk- una, — og allt til ónýtis. — Það veit enginn, hvar skór- inn kreppir nema sá, sem ber hann“, segja aðrir. Peir segja það raunar stundum til að afsaka sig, en stundum aptur með óútmálanlegri sorg og vonleysi. Ert þú í þcirra tölu? Ef svo er, þá láttu ekki hugfallast, þótt þjer finnist að þjer sje líkt farið, og manni, sem er að hrapa niður í botnlausa gjá eymdar og örvæntingar og sjer hvergi neitt björgunarfæri. Trúir þú að guð sjo almáttugur? Sje Lann það þá getur hann hjálpað þjer. Trúir þú

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.