Mjölnir - 01.01.1902, Blaðsíða 14

Mjölnir - 01.01.1902, Blaðsíða 14
12 drykkjumennina, því að þú veizt opt miklu betui um þá heldur en góðir biudindismenn. tJú átt miklu liægra rneð en bindindismonnirnir að koma upp um einhvern pukurssalann, sem fótumtroða lög guðs og manna. l’að er einnig skilyrðislaus skylda þín, ef þú vilt vera góður borgari. Hylmarinn er ekki betri en þjófurinn. Sá, sem þegir um lögbrot annara, er sjálf- ur orðinn lögbrotsmaður. Það mætti nefna margt fleira, sem þú gætir gjört gegn ofdrykkjunni. En gjöi'ir þú nokkuð í þá átt? Spyr þú guð og samvizkuna, hverju þú getir svarað og hverju þú átt að svara. Herra bindindismaður! Hvers vegna ert þú í bindindi? Ef þú skyldir vera í Reglunni eða fjelaginu að eins til að skemmta þjer, þá getur þú þó einu sinni unnið stúku þinni greiða, með þvi sem sje að fara út um bak- dyrnar og koma ekki aptur fyr en þú eignast meiri al- vöru. Bindindismálið er alvöru mál, sem heimtar atorku og sjálfsafneitun, en hugsunarlausir og Ijettúðugir gárung- ar bregðast, þegar nokkuð roynir á, þeir eru sjaldan á- reiðanleg vitni í brotamálum og greiða sjaldan atkvæði af viti livorki í brotamálum njo mörgum öðrum málum. Illa er því bindindisfjelagi komið, sem þarf að „flagga

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.