Mjölnir - 01.01.1902, Blaðsíða 7

Mjölnir - 01.01.1902, Blaðsíða 7
5 að guð sje liærleiksríkur? Sje hann það, þá yill h a n n einnig hjálpa þjer, honum er ekki sama um þig, þótt veitingamanninum og mörgum öðrum sje það. „Bn því hefur hann þá ekki gjört það?“ s]iyr þö. líklega. Það er sjálfum þjer að kenna, þú hefur aldrei snúið þjer í fullri alvörtt til hans; þú hefur aldrei varpað þjer örmagna að fótum frelsarans með öruggu trausti og barns- legri trú og sagt: „Drottinn minn og guð minn, tak þú. burt sorgina og evmdina og syndina mína, svo að jeg, sem or rauðari en blóð, verði hvítari en mjöll. Gefðu mjer nýtt hjarta og nýjan krapt! Drottinn vertu mjer syndugum líknsamur! Ef þú hnfðir gjört það, værir þú ekki drykkjumaður. Margir trúaðir menn liafa raunar ekki farið i bind- indi, en enginu trúaður maður er drykkjumaður, eins og hver lieilvita maður ætti að sjá, þar sem guðs orð segir að drykkjumenn erfi ekki guðsríki, en það sje eingöngu ætlað þeim, sem trúa í anda og sannleika. En af þvi að þú ert veikur, þá máttu ekki rjetta Bakkusi einn fingur, ef þú átt að sigra. Kom þú í bind- indi, en kom þú í Jesú nafni. Mundu eptir erindinu: „Þegar enga hjálp er hjer að fá, hjálparlausra líknin vert mjer hjá“. Betta eru engar „guðfræðinga kreddur“; þúsundir þúsunda hafa reynt að það er satt.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.