Mjölnir - 01.01.1902, Page 7

Mjölnir - 01.01.1902, Page 7
5 að guð sje liærleiksríkur? Sje hann það, þá yill h a n n einnig hjálpa þjer, honum er ekki sama um þig, þótt veitingamanninum og mörgum öðrum sje það. „Bn því hefur hann þá ekki gjört það?“ s]iyr þö. líklega. Það er sjálfum þjer að kenna, þú hefur aldrei snúið þjer í fullri alvörtt til hans; þú hefur aldrei varpað þjer örmagna að fótum frelsarans með öruggu trausti og barns- legri trú og sagt: „Drottinn minn og guð minn, tak þú. burt sorgina og evmdina og syndina mína, svo að jeg, sem or rauðari en blóð, verði hvítari en mjöll. Gefðu mjer nýtt hjarta og nýjan krapt! Drottinn vertu mjer syndugum líknsamur! Ef þú hnfðir gjört það, værir þú ekki drykkjumaður. Margir trúaðir menn liafa raunar ekki farið i bind- indi, en enginu trúaður maður er drykkjumaður, eins og hver lieilvita maður ætti að sjá, þar sem guðs orð segir að drykkjumenn erfi ekki guðsríki, en það sje eingöngu ætlað þeim, sem trúa í anda og sannleika. En af þvi að þú ert veikur, þá máttu ekki rjetta Bakkusi einn fingur, ef þú átt að sigra. Kom þú í bind- indi, en kom þú í Jesú nafni. Mundu eptir erindinu: „Þegar enga hjálp er hjer að fá, hjálparlausra líknin vert mjer hjá“. Betta eru engar „guðfræðinga kreddur“; þúsundir þúsunda hafa reynt að það er satt.

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.