Mjölnir - 01.01.1902, Blaðsíða 21

Mjölnir - 01.01.1902, Blaðsíða 21
19 Ef þú gefur vini þínum vin, þá breytir þú við hantt sem óvinur, þvi enginn vill vini BÍnuna illa. Ef þú ert þreyttur þá hvíldu þig en gjörðu þig eldri þreyttari á að drekka vín. Ef þú ert votur þá farðu í þurrar flíkur, en vœttu þig ekki meira á víni, og ef þú ert kaldur þá lcitaðu að hita, en leitaðu ekki í víuinu að honum, því það kælir þig máske til fulls. Og ánauð vjer liötum því andinn er frjáls, segir skáldið. Látið sjá að það sje meira en orðin tóm, látið sjá að þjer sjeuð ekki þrælar yðar eigin fýsna, látið sjá að þjer getið hætt að neyta áfongra drykkja. Grímvlfur Ólafsson. Um leyniknæpur eptir Fr. Friðriksson. I’að er víkingsandi í sumum ræningjum. l’eir láta sjá sig á almannafæri og hreykja sér stundum af atvinnu(!) sinni. Þeir geta verið djai-fir í framgöngu og höfðinglegir og sópað mikið að þeim. — Aptur eru sumir ræningjar bleyðulegir, liggja bara í launsátri, þora ekki að leggja sig í hættu eða láta á því bera að þeir sjeu ræningjar. Þeir eru langt um fyrirlitlegri en hinir, af því að hjá þeim sameinast ágimd, illmennska, bleyðiskapur og þjófseðli. — Þeim, er áfengi selja, svipar til þessara ræningja. -r-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/490

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.