Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2000, Qupperneq 6

Ægir - 01.11.2000, Qupperneq 6
LEIÐARI Pétur Bjarnason, framkvæmdastjóri Fiskifélags íslands Fiskiðnaöur og framhalds- vinnsla á fiski I júníhefti Ægis birtist athyglisverð grein eftir Guðjón Þorkelsson, líf- og matvælafræðing og sérfræðing hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Greinin fjallar um framhaldsvinnslu á fiski, fagmenntun og rannsóknir. I greininni er m.a. borin saman fagmenntun og rann- sóknir í fiskiðnaði og í öðrum matvælaiðnaði. Þar seg- ir m.a.: „Rannsóknir f fiskveiðum og í fiskvinnslu snú- ast um framleiðslustjórnun, öflun hráefnis, sjálfbæra þróun, öryggi, gæði og stöðugleika, hreinleika, vinnsiutæki og sjálfvirkni. Rannsóknir í landbúnaði, mjólkurvinnslu og kjötvinnslu snúast um sömu atriði en miklu meiri áhersla er lögð á vinnslueiginleika hrá- efnis, nýtingu aukafurða, samspil aukefna og hjálpar- efna og viðhorf neytenda." Höfundur rekur síðan að fyrir þessum mismunandi áherslum hafi verið eðlileg- ar forsendur því annars vegar sé verið að bregðast við skorti á hráefni og hins vegar við offramleiðslu. Síðar í greininni segir: „Mikill munur var og er í öflun hráefn- is. Annars vegar voru og eru veiðar oft langt frá mark- aðinum og hins vegar var búskapur oft í næsta ná- grenni við markaðinn. Þurrkun, gerjun, söltun og reyking var notuð til að varðveita matinn. Vörur úr fiski voru fáar en fjölmargar bæði úr kjöti og mjólk. Fiskurinn kom þurrkaður, saltaður eða reyktur á mark- aðinn en unnið var úr öllum afurðum landbúnaðar á staðnum. Þannig þróaðist vinnsla á kjöti og mjólk í sérstakar faggreinar en ekki vinnsla á fiski.“ Það er vert að gefa þessum orðum Guðjóns gaum því ef til vill stendur íslenskur sjávarútvegur nú á nokkrum krossgötum. I fjölmiðlum er keppst við að tíunda minnkandi vægi sjávarútvegs í íslensku efna- hagslífi. Það er Ijóst að aukinn afli eða bætt nýting í vinnslu og veiðum mun ekki standa undir verulegri verðmætaaukningu sjávarfangs. Verðmætaaukning ís- lensks sjávarfangs mun verða vegna frekari vöruþróun- ar og vegna úrvinnslu þess hluta aflans sem ekki er nýttur nú. Islendingar þurfa m.ö.o. að hagnýta í meira mæli en gert er í nútíma líftækni, matvælatækni og markaðsþekkingu til þess að búa til verðmæti úr því sem ekki er nýtt og auka verðmæti þess sem þegar er nýtt. Það þarf nýja hugsun, nýja nálgun og nýjar að- ferðir. Þessi þróun er vitaskuld í einhverjum mæli hafin. Sjávarútvegurinn, hvort sem er veiðar eða vinnsla, er tæknivædd atvinnugrein og þolir samanburð við sjáv- arútveg allra annarra þjóða. Norðmenn líta t.d. til okkar með nýtingu hráefnisins og finnst þeir geti mik- ið lært. Fyrirtæki eins og Utgerðarfélag Akureyringa hf. hefur sýnt og sannað gildi þess að nýta vel það hrá- efni sem það hefur til umráða og fengið viðurkenningu fyrir. Fleiri fyrirtæki sýna gott fordæmi og má þar nefna Þormóð ramma-Sæberg hfi, og SR-mjöl á Siglu- firði sem hafa staðið að vinnslu á kítíni úr rækjuskel, sem að öðrum kosti hefði verið fargað. Hinu er þó erfitt að mótmæla að kerfisbundin vinna við að greina möguleika í frekari úrvinnslu afurða, þar sem krafist er mikillar þekkingar, t.d. á lífefnasviði, mætti vera meiri. I innyflum fiska eru t.d. ýmis verð- mæti, sem hægt er að nota í lyfjaiðnaði, matvælaiðnaði og víðar. Möguleikarnir virðast vera gífurlegir. Norðmenn hafa uppi miklar áætlanir til þess að bæta væntanlegt tekjutap vegna tæmdra olíulinda með auknu verðmæti sjávarfangs. Norðmenn hafa til þess bæði fé og færni að ná árangri á því sviði og verður fróðlegt að fylgjast með þeim á næstunni. Islendingar verða að fylgjast með og í því sambandi er vert að geta þess að 24.-25. janúar n.k. verður haldin í Noregi ráð- stefna um virðisauka í aukafurðum sjávarfangs. Það er ástæða til að hvetja framsækna aðila í íslenskum sjáv- arútvegi til að kynna sér efni þessarar ráðstefnu. í fyrrnefndri grein Guðjóns Þorkelssonar vekur hann athygli á því að til þess að ræða frekari vinnslu á fiski en nú er þarf að tala um framhaldsvinnslu. Orðið fisk- iðnaður er frátekið fyrir það sem nánast má kalla með- höndlun hráéfnis. Þetta er ef til vill dæmigert fyrir stöðu greinarinnar að þessu leyti. Hvernig væri að gefa orðinu fiskiðnaður meira innihald? 6

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.