Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 22
AÐALFUNDUR LÍÚ Þörf fyrir auknar sjávarrannsóknir - sagði sjávarútvegsráðherra á aðalfundi LÍÚ Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, hefur í skoðun að breyta fiskveiðiárinu þannig að það falli að almanaksár- inu. Þetta kom meðal annars fram í máli ráðherrans á aðalfundi LÍÚ á dögunum og þar kvaðst hann á næstu vikum ætla að leita álits þeirra sem hagsmuna eiga að gæta vegna ákvörðunar í þessa átt, ef tekin verður. „Sú gagnrýni heyrist oft að fiskifræðingar okkar sjái ekki breytingar á lífríkinu í hafinu fyrr en einu eða tveimur árum eft- ir að þær verða. Eru þá nefndar bæði breytingar til hins verra og til batnaðar. Bent hefur verið á að upplýsingar frá til- tekinni vertíð nýtist ekki fyrr en við ákvörðun á afla á þarnæstu vertíð. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort tíminn, frá því upplýsinga er aflað þar til þær koma fram í ráðgjöf, myndi ekki styttast ef fiskveiðiárinu yrði breytt þannig að það falli að almanaksárinu," sagði ráðherrann. Hann benti á að þegar núverandi fisk- veiðiár var tekið upp hafi rökin m.a. ver- ið þau að það stuðlaði að því að hráefnis til landvinnslu yrði ekki aflað á sumrin, þegar ekki þótti hagkvæmt að mikill afli Futltrúar á aðalfundi LÍÚ. Sjávarútvegsráðherra sagði m.a. í ávarpi á þinginu að endurskoða þurfi, styrkja og skitgreina betur starf rannsóknastofnan sjávarútvegsins. bærist á land, þar sem gæði fisksins gætu verið lakari og mikið af óvönu sumar- afleysingafólki að störfum. Þetta segir hann hafa gengið eftir og breytist varla til fýrra horfs. f ræðu sinni vék Árni M. Mathiesen að skýrslu Hafrannsóknastofnunar frá því sl. vor um ástand fiskistofna við landið, en á grundvelli hennar tók ráðherrann ákvörð- un sína um hámarksafla líðandi fiskveiði- árs. Uthlutunarreglunni var sem kunn- ugt er breytt með það að markmiði að sveiflur verði minni. „Ég felldi niður gólfið svokallaða og takmarkaði breytingar á aflahámarki í þorski milli fiskveiðiára þannig að afli milli ára breytist ekki meira en sem nem- ur 30 þúsund lestum. Gildir sú regla bæði til hækkunar og lækkunar. Þetta var ekki auðveld ákvörðun. En það styrkti mig að ég gat horft til upphaflegrar til- lögu aflareglunefndar frá því fyrir fimm árum. Þá var lögð til jafnvel meiri sveiflujöfnun en aflareglan sem var sam- þykkt í vor, felur í sér.“ Þörf á sjávar- rannsóknum eykst „Ég sé fyrir mér í framtíðinni aukna þörf fyrir enn öflugri sjávarrannsóknir. Til þess að svo megi verða tel ég að það þurfi að endurskoða, styrkja og skilgreina bet- ur starfið sem unnið er í rannsóknastofn- unum sjávarútvegsins og hef ég beðið stjórnir Hafrannsóknastofnunarinnar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins um tillögur að breytingum á lögum um starf- semi þeirra," sagði Árni M. Mathiesen. Og hann hélt áfram í ræðu sinni. „I ný- legum sjónvarpsþætti var látið að því Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. liggja að mikilvæg starfsemi Hafrann- sóknastofnunarinnar færi fram í fíla- beinsturni og að þar þyrðu menn ekki að segja skoðun sína á verndun auðlindar- innar í hafinu af ótta við að missa vinn- una. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinn- ar er langt ferli og í hópunum sem að henni vinnur er stöðugt skipst á skoðun- um. Niðurstaða stofnunarinnar getur hins vegar einungis verið ein ráðgjöf. Telji menn þurfa sérstakt mótvægi f um- ræðuna er eðlilegt að það komi frá hags- munaaðilum í greininni og háskólasamfé- laginu." Ekki efni til að breyta afla- heimildum ufsa að svo stöddu I ræðu sinni vék sjávarútvegsráðherra að þeirri staðreynd að ufsagengd hér við land er á þessu ári meiri en verið hefur undanfarin ár. Samkvæmt síðustu úttekt Hafrannsóknastofnunarinnar sé stofninn í lægð og nýliðun teljist hafa verið léleg á undanförnum árum. Bæði veiði- og hrygningarstofn hafi verið í sögulegu lág- marki allt frá 1996. Lagt var til um síð- ustu fiskveiðiáramót að aflinn yrði 25 þúsund tonn en hann hafði verið 30 þús- und næstu tvö ár á undan. „Ég ákvað í vor að heildaraflinn á þessu fiskveiðiári skyldi vera 30 þúsund tonn en gert var ráð fyrir því að þá myndi stofninn heldur stækka. Undanfarnar vikur og mánuði heyri ég víða að góð ufsagengd sé viðvarandi og að sá ufsi sem veiðist sé öðruvísi en sá sem venjulega veiðist, sem bendir til að ufsi annars staðar að gangi inn á miðin. I ljósi þeirra frétta hafa menn eðlilega spurt, hvort ekki séu efni til að breyta ákvörðun um aflamark í ufsa. Ég tel að sterk vís- indaleg rök þurfi að vera fyrir því að breyta aflamarki á miðju fiskveiðiári. í framhaldi af nýjustu upplýsingum hef ég því ákveðið að óska formlega eftir nýrri ráðgjöf fiskifræðinga um ufsastofninn. Það tekur hins vegar tíma og möguleg breyting verður ekki gerð fýrr en vísinda- leg ráðgjöf liggur fyrir,“ sagði sjávarút- vegsráðherra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.