Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 30

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 30
VÉLBÚNAÐUR SKIPA Bætt viðhald og eftirlit getur dregið úr útblástursmengun - segir Hjalti Sigfússon hjá MD-vélum Hjalti Sigfússon, framkvæmdastjóri MD-véla, umboðs- og þjónustuaðila Mitsubishi skipavéla hér á landi, telur umræðuna um minna mengandi útblást- ur frá skipum um of snúast um útskipti á gömlum vélum í stað nýrra. Vert sé að gefa því gaum að bætt viðhald og eftirlit með eldri vélum skili ekki síður árangri varðandi útblástursþáttinn og því megi heldur ekki gleyma að nýjar vélar þurfi líka sitt reglubundna viðhald til að skila hámarks bruna og nýtingu eldsneytis. „Eg er nýkominn heim úr heimsókn til framleiðenda Mitsubishi skipavélanna en Japanir hafa fyrir löngu sett sér strangar reglur um útblástur skipavéla. Fyrir Mirsubishi var það tiltölulega einfalt mál að uppfylla kröfur IMO-staðalsins um út- blástur sem nú er kominn á. Japönsku framleiðendunum þóttu Evrópubúar leggja í IMO staðlinum ofuráherslu á eitt atriði, losun koltvíoxíð, á meðan ekki væri hróflað við mörkum annarra efna í útblæstri skipa,“ segir Hjalti Ofurtrú á tölvustýrða innsprautun Ein af tækninýjungum í díselvélum á undanförnum árum er svokölluð tölvu- stýrð innsprautun en ekki hafa allir véla- „Eigum skilyrðislaust að huga betur að við- haldsmáiunum á vélum i etdri fiskiskipum," segir Hjalti Sigfússon hjá MD-vélum. framleiðendur farið úr í þessa tækni og raunar hafa sumir horfið frá henni og aff- ur til fyrri útfærslu. Mitsubishi hefur haldið sig við hefðbundna innspýtingu og sú leið gefist vel, en Hjalti segir mikilvægt að hafa í huga að viðhalds- kostnaður á hefðbundnum brennsluolíu- kerfum sé margfalt minni. „Tölvustýrð innsprautun er engin töfralausn gagnvart minna mengandi út- blæstri fiskiskipa. Þar koma einfaldlega miklu fleiri þættir inn í. En hvað véla- framleiðendur snertir þá komast þeir ekki undan því að uppfylla skilyrði, líkt og IMO staðalinn, hvað sem mönnum finnst um hann. A hinn bóginn gerist það sam- hliða vaxandi kröfum að einhverjar véla- gerðir detta út af markaðnum og sömu- leiðis ýta þær undir að vélaframleiðendur sameinist, enda er kostnaðarsamt að fylgja eftir nýjum og nýjum kröfum." Reglubundið viðhald borgar sig Fyrirtækið MD-vélar hefur í samvinnu við erlenda aðila, boðið upp á þá þjónustu hér á landi að endurbyggja gamlar velar, afgastúrbínur og brennsluoiíukerfi. Hjalti segir viðhaldsþáttinn alltof van- metna stærð í baráttunni fyrir minni út- blástursmengun frá fiskiskipum. „Við eigum skilyrðislaust að huga bet- ur að viðhaldsmálunum á vélum í eldri fiskiskipum. Þegar eftirlit og reglubundið viðhald er trassað þá er þumalputtareglan sú að saman fer mikil olíueyðsla, verri bruni og þar með meiri mengun. Ef tækifærið væri gripið til að búa til hvata fyrir útgerðir að sinna betur reglubundu eftirliti og viðhaldi þá er ég viss um að ná mætti verulegum árangri í útblástursmálunum," segir Hjalti. Rafmagnsnotkun sífellt að aukast í skípum - segir Ásbjörn Baldursson hjá Rafboða Reykjavík ehf. Rafboði Reykjavík ehf. hefur frá stofnun fyrirtækisins árið 1987 sérhæft sig í raf- magnsþjónustu fyrir skipaflotann, bæði hönnun rafkerfa, nýlögnum, endurbótum eldri rafkerfa og viðgerðum á rafmótorum í skipum. Ásbjörn Baldursson hjá Raf- boða Reykjavík ehf. segir rafmagnsþörf- ina stöðugt að aukast í fiskiskipum. „I sumum tilfellum komum við að málum strax á hönnunarstigi skipa og fylgjum svo verkefninu eftir allt til enda. Þannig var t.d. staðið að málum varðandi nýju Hríseyjarferjuna," segir Ásbjörn í samtali við Ægi. „Rafmagnsnotkun í skipum er mikil og algengt að menn vanmeti þörf fyrir rafmagnsframleiðsluna. Það eru stöðugt að bætast við ný tæki og þau eru oft raf- magnsfrek, t.d. dælur og frystipressur," segir Ásbjörn. Fyrir utan nýlagnir vinnur Rafboði Reykjavík að endurbótum á rafkerfum eldri skipa og segir Ásbjörn slík verkefni koma jöfnum höndum beint frá útgerðar- aðilunum sjálfum eða sem samstarfsverk- efni með skipasmíðastöðvum sem þá hafa aðra þætti í endurbótum skipa á sinni könnu. „Viðgerðir á mótorum og rafölum hafa einnig verið stór þáttur í okkar starfsemi en við höfum komið okkur upp góðri að- stöðu í húsi við Grandagarðinn. Hér höf- um við til að mynda öflugan krana og getum allt að fjögurra tonna rafala inn á verkstæðisgólfið," segir Ásbjörn. Starfsmenn Rafboða Reykjavík eru 8 talsins. Húsnæði Rafboða Reykjavík ehf. við Grandagarð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.