Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2000, Side 24

Ægir - 01.11.2000, Side 24
AÐALFUNDUR LS sem ætlað sé að vinna að málum smábáta- eigenda hefðu ekki gefið góða raun, afla- heimildir færu stöðugt minnkandi þrátt fyrir vonir um hið gagnstæða og á meðan ekki yrði tekið á þeim málum muni eng- in sátt ríkja við smábátaeigendur, þótt menn telji almenna sátt ríkja í landinu um stjórn fiskveiða. Grunnurínn að viðreisn minni byggðarlaga Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis, lagði í ræðu sinni áherslu á að smábátaút- gerð leggi grunn að viðreisn minni byggðarlaga, hafi þau misst frá sér afla- heimildir. Hann sagði þá sem vinni að byggðamálum hér á landi gera sér fulla grein fyrir mikilvægi greinarinnar fyrir eðlilega byggðaþróun. Hann fagnaði því að tekist hefði að styrkja stöðu útgerðar- innar og að margt ungt fólk hefði haslað sér völl innan greinarinnar. Hann minntist þess að árið 1995 hafi verið ákveðið á Alþingi að afli smábáta skyldi vera 13% og að þýðingarmikið hefði verið að viðhalda dagakerfi. Þrátt fyrir að Hæstaréttardómar hefðu komið þessum málum í uppnám væri það þeim að þakka að tekist hafi að koma á breyt- ingum innan kerfisins. Hinn svokallaði Valdemarsdómur þýddi að ekki væri lengur hægt að takmarka aðgang að flot- anum, krókaflamarkið tæki við af þorskaflahámarkinu. Ekkert sagði hann hafa gagnast Islend- ingum betur en þorskaflahámarkið. Það kerfi sé mikilvægt að festa vel í sessi og að allt tal um frestun þeirrar vinnu sé óskyn- samlegt. Hann taldi mikilvægt að leita leiða og kortleggja hvernig hægt sé að ákvarða sóknarrétt smábátaeigenda án þess að binda veiðar á öðrum tegundum en þorski við kvóta. Varaði hann þó við því að menn færu að gera sér grillur um að það væri létt verk og löðurmannlegt að kollvarpa fiskveiðilöggjöfinni í landinu og tók af því nokkur dæmi um hve flók- in slík vinna er. Það væri hlutverk auð- lindanefndar að leita leiða til að skapa sátt um sjávarútvegsstefnuna. Smábátasjómenn segja hrun blasa við 1. september 2001, að óbreyttu: „Við þetta verður ekki unað" Aðalályktun aóalfundar LS tekur tiL flestra þeirra mála sem snúa að smábátamönnum á ísLandi í dag. í henni er undirstrikað, svo ekki veróur um villst, aó smábátasjómenn telja að handfæraveióar eigi að njóta frjálsræðis, sérstöðu sinnar vegna. í álykt- uninni er dregin upp dökk framtíóarmynd fyrir smábátasjómenn, gangi eftir fyrirhug- aóar breytingar á stjórn fiskveiða 1. sept- ember 2001. „Frumskilyrói þess að Lifandi og þrótt- mikiLL sjávarútvegur sé stundaður á ísLandi er að fyUstu sanngirni sé gætt við smíði Leikregtna innan atvinnugreinarinnar, ásamt þvi aó nýliðun geti átt sér stað með eólilegum hætti. LS hefur fulLan skiLning á ýmsum þeim takmörkunum sem settar hafa verið á fisk- veiðarnar og styður þær margar hverjar heilshugar. LS kvikar þó hvergi frá þeirri grundvall- arskoðun sinni að handfæraveiðar eiga að njóta frjálsræðis og sérstöðu og skorar á stjórnvöld að heija nú þegar tiLsLakanir hvaó þær varóar. Með slíkri aðgerð gefst stjórnvöldum tækifæri til að náLgast Lausn og sátt tveggja mikiLsverðra þátta: Annars vegar væri fjöLmörgum þeirra er iLLa standa innan fiskveióikerfisins vegna aðstöóumunar og ósanngjarnra LeikregLna undangenginna ára rétt hjáLparhönd og hins vegar aó ryðja braut tiL heiLbrigórar nýLiðunar í greininni, sem að óbreyttu er nánast útiLokuð. Gangi lögin um stjórn fisveiða óbreytt eftir er á hinn bóginn verið að Ijarlægjast þessi markmið hröóum skrefum. Það rekstr- arumhverfi sem hundruóum smábátaeig- enda er stefnt inn i þann 1. september 2001 er með þeim hætti að útgerð þeirra afLeggst aó mestu, atvinnutæki þeirra rýrna í verðgiLdi svo miLLjörðum króna skiptir, ásamt því að framkalLa stórfeLLt rask á Lífs- kjörum og búsetu. Vió þetta verður ekki unað. Þær væntingar sem aðaLfundur LS gerir tiL þeirrar nefndar sem sjávarútvegsráð- herra skipaói tiL aó endurskoða Lögin um stjórn fiskveióa eru að henni beri sú gæfa aó rétta smábátaeigendum sáttahönd og ganga tiL samvinnu við þá aó varanLegri Lausn þeirra máLa sem við bLasa. AðaLfundur LS itrekar enn og aftur fyrri áskoranir sínar hvað varðar umhverfisáhrif veiðarfæra. Það er fiskveiðiþjóð, sem hikar ekki vió að Lýsa sjáLfri sér sem fremstri meðaL jafningja, tiL háborinnar skammar að draga endaLaust Lappirnar hvað varðar þetta LykiLatriói við nýtingu fiskveiðiauð- Linda. í kapphLaupi nútímans við Leit að nýjum auóLindum, sem hægt er að hefja verðlagn- ingu og versfun meó, viLL á tiðum gLeymast að tiL er þaó sem seint og aLdrei veróur metið tiL fjár. ÖfLug smábátaútgeró tengir í senn saman þætti úr þjóðmenningu ísLend- inga sem eiga djúpar rætur meðaL lands- manna, ásamt því að viðhaLda fjöLbreyttu atvinnu- og mannLifi strandbyggðanna. Hún tengir saman arfLeifð fyrri tima og há- tækni nútimans án þess aó kasta fyrir róða þessum ómetanLegu giLdum," segir í áLykt- un aðaLfundar Landssambands smábátaeig- enda.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.