Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2000, Side 19

Ægir - 01.11.2000, Side 19
22. þing SSÍ Sjómenn búast til verkfallsaðgerða „Þing Sjómannasambands íslands bar þess öll merki að sjómenn sjá fram á að þurfa að grípa enn einu sinni til aðgerða til að knýja útgerðarmenn til raunverulegra viðræðna um nýjan kjarasamning. Það eru fjöldamörg mál sem við þurfum að ná samningum um en fyrsta og stærsta málið virðist þessa stundina að fá útvegsmenn að borðinu með þann vilja og skilning að gera þurfi nýjan kjarasamning við sjómenn," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands en 22. þing sambandsins var haldið fyrir skömmu. Ljóst er að sjómenn eru þegar byrjaðir undirbúningsvinnu vegna verkfallsað- gerða en fyrsta skref þeirra aðgerða er að ákveða dagsetningu sem verkfall hæfist og því næst þarf að efna til atkvæða- greiðslna í aðildarfélögum SSI. Þetta ferli er lögum samkvæmt en dagsetning upp- hafs verkfalls hafði ekki verið ákveðin þegar blaðið fór í vinnslu. „Það er mikill misskilningur að halda að ágreiningur milli sjómanna og útvegsmanna standi einvörðungu um verðmyndun á sjávarfangi og kvótabrask. Umræðan stendur um miklu fleiri atriði, s.s. um lífeyrismálin. Við höfum hins vegar frá því í febrúar í vetur boðist til að aðgreina verðmyndunarmálin frá og gera samning til skamms tíma á sömu nótum og aðrir í þjóðfélaginu. Á þetta hefur ekki verið hlustað af hálfu útgerðarmanna og menn vilja ekki gera samninga við sjómenn undir öðrum kringumstæðum en átökum," segir Sævar Gunnarsson. Þeirri spurningu hvort til greina komi breytingar á hlutaskiptakerfinu svarar Sævar á þann hátt að menn beggja vegna borðsins, sem best þekki til vinnslu launakerfa, telji uppstokkun hlutaskipta- kerfisins eða smíði nýs kerfis taka að lágmarki eitt eða eitt og hálft ár. Ollum megi vera ljóst að uppstokkað launakerfi sjómanna verði ekki hrist fram úr erminni á nokkrum vikum. „Eg vil ekki gefa mér í upphafi við- ræðna hversu langan kjarasamning á að gera. Slíkt mótast alltaf í samningsferlinu sjálfu en það liggur fyrir að við höfum verið tilbúnir til skammtímasamnings- gerðar ef það yrði hjálplegt til að nálgast stærri málin," segir Sævar. Lagasetning hefur oftar en ekki á undanförnum árum orðið endipunktur verkfallsaðgerða hjá sjómönnum og slíkt segir Sævar ekki leysa neinn vanda. „Meðan ekkert breytist og ítrekað er keyrt inn í verkföll og lagasetningar þá eykst bara vandinn. Það er ekki tilviljun að við höfum haldið að okkur höndum um nokkurra mánaða skeið hvað verkfallsaðgerðir varðar. Tímasetning aðgerða verður að vera þannig að komist verði í lengstu lög hjá lagasetningu og að aðilar klári sína samninga á eðlilegum grundvelli. Til þess þarf þá að vera vilji beggja megin borðsins og eftir honum kalla sjómenn þessa stundina frá viðsemjendum," segir Sævar. Hann segir samstöðu ríkja í þessum efnum hjá samningsaðilum sjómanna- megin, að minnsta kosti hafi forsvars- menn Sjómannasambands Islands og Vél- stjórafélags íslands verið samstíga á undanförnum vikum og væntanlega muni Farmanna- og fiskimannasamband- ið einnig koma að borðinu. „Sú gagnrýni hefur verið borin á borð að ekki sé hægt að ná samningum við sjómenn þar sem við getum ekki komið að borðinu sem einn aðili en það vita útgerðarmenn jafn vel og við að sameiginleg samningsmál allra þessara aðila eru afar fá. Mörg samningsatriði eru gjörólík milli félaganna en ég tel ólíklegt annað en við munum fylgjast að í aðgerðum," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands íslands. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.