Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 39

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 39
SKIPASTÓLLINN Ola á Stað GK breytt í Lettlandi Grindavíkurbáturinn Óli á Stað GK 4, áður Júlli Dan ÍS 19, kom til landsins á haustdögum eftir viða- miklar endurbætur og breytingar sem fóru fram í Riga í Lettlandi. Skipið er fullkomið línu- og netaveiði- skip og er Stakkavík ehf. í Grindavík helmingseigandi að skipinu á móti Gunnlaugi Ævarssyni, skipstjóra. Áætlað er að breytingar á skipinu hafi kostað rösklega 50 milljónir króna í heild. Breytingarnar fólust m.a. í því að skip- inu var slegið út að aftan, það lengt um 1,60 metra og kemur lengingin fyrst og fremst fram í stærra vinnsluþilfari og stærri lest. Komið var fyrir nýjum krana af Pahlfinger-gerð frá Atlas en af öðrum búnaði má nefna nýjan vinnslubúnað frá Fiskvélum ehf. í Garðabæ. Áður er nefnt aukið lestarrými í skip- inu en lestin tekur 150 kör. Þá er aðstaða fyrir áhöfn öll önnur og betri en kojur eru fyrir 16 manns í áhöfn. Breytingar á skipinu sjálfu voru unnar í Lettlandi en niðursetning vinnslubún- aðar fór fram hérlendis, sem og búnaðar í brú. Þar er um að ræða tæki frá Radíó- miðun ehf., m.a. nýja siglingatölvu, rad- ar, dýptarmæli og fjarskiptabúnað. Hönnun breytinganna á Óla á Stað fór fram hjá Verkfræðistofunni Feng í Hafn- arfirði. Leiðrétting Á blaðsíðu 47 i Ægi í október birtist fyrir mistök rangur myndatexti. Á myndinni eru útgerðarmennirnir Flosi og Finnbogi Jónssynir ásamt Jóni Péturssyni, skipstjóra á Þorláki ÍS. Þetta leiðréttist hér með og er beðist velvirðingar á mistökunum. Óti á Stað að loknum breytinum i Lettlandi. Mynd: snorri Snorrason Við óskum útgerðum og óhöfnum skipanna til hamingju með breytingarnar. Þökkum samstarfið. r f COI VERKFRÆÐISTOFA FENGUR CONSULTING ENGINEERS TrönuHrauni 1 • 220 Hafnarfjörður • Sími: 565 5090 ■ Fax: 565 2040 ■ HAMAR SH-224 ■ ÓLI Á STAÐ GK-4 ■ RIFSNES SH-44

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.