Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 28

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 28
„Ég er sannfærður um að ef Valdimars- dómurinn hefði ekki komið til sögunnar þá hefðum við náð saman við sjávarút- vegsráðuneytið um breytingar á veiðum smábáta sem hefóu orðið býsna ásætt- anlegar fyrir atla aðila." þurft,að mínu mati, að vera margfallt meiri ef hún ætti að vera eitthvert stefnubreytingarskjal fýrir ís- lenskan sjávarútveg." Eignaupptaka fjölda trillukarla í sjónmáli Stærsta mál nýafstaðins aðalfundar Landssambands smábátaeigenda sneri að þeim breytingum sem gera á þann 1. september á næsta ári á stjórn fiskveiða smá- báta. Á þeim tímapunkti verða m.a. kvótasettar teg- undir í aflahámarkinu, tegundir á borð við ufsa, ýsu og steinbít og Arthur segir það liggja á borðinu að þessi breyting og aðrar á fiskveiðum smábáta þýði eina alvarlegustu holskeflu sem smábátasjómenn hafi staðið frammi fyrir. „Við tölum í fullri alvöru þegar við segjum að um hreina eignaupptöku verði að ræða hjá stórum hópi smábátasjómanna. Einstök byggðar- lög um landið, sem byggt hafa á sókn strandveiðiflot- ans í nálæg fiskimið munu lenda í vanda, einstak- lingar lenda í vanda og alls ekki of sterkt að taka svo til orða að um hrein og klár mistök sé að ræða af hálfu stjórnvalda ef þetta gengur allt eftir. Eg vil ekki trúa að stjórnvöld vilji setja strandveiðiflotann í þvílíka hættu sem þessar breytingar boða og ég legg mikla áherslu á að möguleikar til að lenda málum með okk- ur smábátamönnum er alls ekki liðinn," segir Arthur. Vel mögulegt að ná sáttum við smábátasjómenn - Þarf ykkur nokkuð að koma á óvart að sá dagur renni upp að smábátum verði gert að fara undir kvótasetningu, eins og gildir um flesta aðra í fisk- veiðistjórnunarkerfinu? „Þetta kvak erum við búnir að hlusta á allar götur síðan 1984 en staðreyndin er sú að ef smábátaflotinn hefði verið settur inn í aflamarkskerfi á þeim árum hefði útgerð smábátaflotans lagst af á örskotsstundu. Hin mikla þverstæða sem við stöndum frammi fýrir eru hins vegar áhrif hins svokallaða Valdimarsdóms. Þegar hann dundi yfir vorum við í viðræðum við sjáv- arútvegsráðuneytið sem fóru í strand með dómnum. Eg er sannfærður um að ef dómurinn hefði ekki kom- ið til sögunnar þá hefðum við náð saman við sjávar- útvegsráðuneytið um breytingar á veiðum smábáta sem hefðu orðið býsna ásættanlegar fýrir alla aðila. Þess í stað notuðu stjórnvöld tækifærið til að koma á kvótasetningu allra smábáta og þar á meðal sókna- dagabátana. Þessu erum við og verðum alltaf, gjör- samlega ósammála . Rök stjórnvalda í þessu máli eru þau að til þess að vernda atvinnurétt trillukarla verði að setja kassa utan um veiðiheimildir þeirra þannig að ekki geti hver sem er komið inn í frjálsar veiðar í vissum tegundum. Okkar rök á móti eru þau að Valdimarsdómurinn hafi eingöngu tekið til veiði- leyfa í stóra kerfinu, aflamarksleyfanna. Við mótmæl- um því alfarið að hægt sé að láta það sama ganga yfir veiðileyfi í stóra aflamarkskerfinu og kerfinu hjá smá- bátaflotanum. Þarna brýtur á í sjónarmiðum." - Hvernig hefði sú leið litið út sem sátt hefði orð- ið um í viðræðum við ráðuneytið? „Ég hygg að það hefði verið slakað meiru til í veiði- heimildum og sóknareiningum en niðurstaðan varð, auk þess sem kvótasetning hefði ekki átt sér stað í aflahámarkinu. Ég hef að sönnu engar tölulegar sannanir um þetta en er sannfærður um að ráðherra kom að viðræðuborði með okkur með ríkan vilja til að ná fram sátt við smábátasjómenn en því miður fór allt í háaloft með dómnum fræga. Og svo sitja menn uppi með þá þverstæðu að þrátt fýrir alla kvótasetn- inguna þá á grásleppuleyfi að vera áfram sérleyfi, sem aftur undirstrikar að menn geta ekki útfært sama kerfið yfir allan flotann. Sérstöðu strandveiðiflotans verður ekki komist hjá að virða og það á ekki bara við hér á landi heldur einnig í nágrannalöndunum. Nú ríður enn meira á en áður að standa vaktina og verja rétt strandveiðiflotans," segir Arthur Bogason, for- maður Landssambands smábátaeigenda. 28

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.