Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Síða 37

Ægir - 01.11.2000, Síða 37
hald á fiskiskipum sé, líkt og álit dómstólsins, opin. Það er ekki njörvað niður með hvaða hætti fiskiskip þurfi að sýna fram á efnahagsleg tengsl við fánaríki. Þvert á móti getur hvert ríki um sig sett sín eigin lög ailt eftir að- stæðum hverju sinni. Jafnframt benda þeir á grein 49 og sameig- inlega yfirlýsingu nr. 10 í aðildar- samningnum. Þar er kveðið á um að eftir 30. júní 1998 yrði áfram byggt á því stjórnkerfi sem fyrir væri norðan 62°N og það fellt inn í sameiginlegu sjávarútvegsstefn- una.(Samið var um aðlögunartíma í ýmsum málum og var gert ráð fyrir að hann rynni út þann 30. júní 1998.) Rökin voru þau að við inn- göngu yrði Noregur eina strand- ríki ESB á þessu svæði. Gengju Is- lendingar í Evrópusambandið má telja fullvíst, að teknu tilliti til reynslu Breta og Norðmanna, að kvótahopp yrði ekki vandamál. Nokkrar staðreyndir varðandi kvótahopp Eins og fram hefur komið höfðu bresku lögin, sem sett voru árið 1988, afdrifaríkar afleiðingar fyrir bresk/spænsk útgerðarfyrirtæki. Það er nokkur kaldhæðni fólgin í því að þessi bresk/spænsku skip voru aðallega að falast eftir lýsingi og langhverfu; hvort tveggja mik- ils metnum tegundum á Spáni sem Bretar hafa aftur á móti tak- markaðan áhuga á. Lýsingur er gríðarlega eftirsóttur á matarborði Spánverja og stendur fyrir um 70% af heiidar fiskneyslu þeirra. Hann veiðist víða í fiskveiðilög- sögu Evrópusambandsins og Spánverjar eiga, ólíkt Bretum, langa og ríka veiðihefð í þessari tegund. Þegar Evrópusambandið færði efnahagslögsögu sína út í 200 sjómílur, árið 1977, urðu Spánverjar að hverfa frá mörgum af sínum hefðbundnu lýsingsmið- um. (Spánn gekk í ESB árið 1986.) Til þess að komast á þessi hefðbundnu mið flögguðu Spán- verjar skipum sínum út og undir breskan fána og öllum stóð á sama. Þetta var fyrir tíma kvóta- kerfis. Eftir 1983, þegar sjávarút- vegsstefna ESB tók á sig þá mynd sem hún hefur í dag, þurftu Spánverjar að kaupa skip sem áður voru í eigu Breta. Flest þessara skipa lágu bundin við bryggju, með veiðileyfi og eigendur þeirra EVRÓPUSAMBANDIÐ & SJÁVARÚTVEGURINN úreltu þau ekki vegna þess að breska stjórnin neitaði að taka þátt í kostnaði þvx' fylgjandi. Má því segja að „kvótahoppsvandi" Breta hafi að hluta til verið heimatilbúinn. Það hefur hins vegar löngum þótt þægileg und- ankomuleið að kenna öðrum um órækt í eigin garði. Þannig hafa Bretar kennt Spánverjum um nánast allt sem miður hefur farið í breskum sjávarútvegi og sakað þá um að virða ekki leikreglur. I skýrslu sem unnin var af þing- nefnd neðri deildar breska þings- ins kemur fram að þessar ásakanir séu ekki á rökum reistar heldur sé um að ræða reyfarakenndan sál- fræðihernað af hálfu Breta. I skýrslu um „kvótahopp" sem unnin var við háskólann í Portsmouth kemur fram að öllum breskum skipum sé heimilt að sigla með afla. Arið 1996 var um 30 prósentum af kvóta Breta landað erlendis. Uppistaðan kom frá skipum sem ekki eru kvóta- hopparar og einungis 3,5 pró- sentum var landað á Spáni! Það er því augljóst að kvótahoppið er ekki ástæða þess að fiski er landað utan Bretlands. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að kvótahoppið sé ekki efnahagslegt vandamál heldur sé um pólitískan og þjóðernislegan áróður að ræða. Að framansögðu er óhætt að fullyrða að „kvótahopp" yrði ekki vandamál gerðust Islendingar fullgildir aðilar að Evrópusam- bandinu. Jafnframt ber að leggja áherslu á að þróun sjávarútvegs- stefnunnar sýnir ljóslega að engar reglur eru meitlaðar í stein. Stefn- an hefur tekið breytingum og undanþágur hafa verið gerðar til „..."kvótahopp" yrði ekki vandamáL gerðust íslendingar fullgildir aðilar aó Evrópusam- bandinu. Jafnframt ber að undirstrika að þró- un sjávarútvegsstefnunnar sýnir Ljóslega að engar reglur eru meitlaóar í stein." að ná fram sáttum og koma til móts við ólíka hagsmuni aðildar- ríkja. Eins og kemur skýrt fram hjá talsmanni Evrópudómstólsins, Fernando Castello de la Torre, í áðurnefndum sjónvarpsþætti, þá á þetta við um allt sem snýr að Evr- ópusambandinu. Aðildarviðræður snúast um að finna klæðskera- saumaða lausn fyrir ríkið sem sækir um aðild. Markmiðið er ekki að grafa undan lífsviðurværi viðkomandi þjóðar - slíkt sam- rýmist ekki stefnu Evrópusam- bandsins, sem byggir á sjálf- viljugu samstarfi fullvalda og sjáifstæðra lýðræðisríkja. Veiðiflotinn í Evrópusambandslönd unum er ekki alltaf ógnvekjandi eins og sjá má á myndinni. Hér skundar frístundaveiðimaður á ströndum Belgíu með rækjuveiðarfæri í sjó fram.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.