Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2000, Side 43

Ægir - 01.11.2000, Side 43
veitigeymar. Bakborðsmegin miðskips á bátaþilfari er léttabát- ur í gálga og aftast er skutgálgi. íbúðir og vistaverur íbúðir eru fyrir 28 menn í 6 eins manns klefum og 11 tveggja manna klefum. Þegar farið er úr brú og niður í vistaverur skipsins er fyrst komið á pall á brúarreisn. Þar er salerni brúar, skápar fyrir flotgalla og tækjaklefi. Fremst stjórnborðsmegin á íbúðarhæð- inni er íbúð skipstjóra og bak- borðsmegin íbúð yfirvélstjóra, ásamt öðrum káetum yfirmanna og skrifstofu. Á nótaþilfari, eða á neðri hæðinni, eru bakborðsmeg- in aftast sjúkraklefi með tveimur rúmum, þar fyrir framan tveir tveggja manna klefar, reyksalur, sjónvarpssalur, setustofa, matsal- ur, eldhús og í miðju hússins eru matvælageymslur, símaklefi og salerni. Bakborðsmegin á togþil- fari eru fremst líkamsræktarstöð með sauna og ljósabekk, þá 6 tveggja manna klefar, vel búið þvottahús með Mile vélum, skiptiklefi og stakkageymsla. Vistarverur eru rúmgóðar, hlýleg- ar og snyrtilegar innréttaðar með síma og útvarpi. Brúin Brú skipsins, sem er á reisn, er gríðarstór og flatarmál hennar um 100 m2. Framarlega fyrir miðju er U-laga innrétting með 15 skjáum fyrir fiskileitar- og siglingatæki. Skjáirnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og er sá stærsti 28“ fyrir ratsjánna. Til að mæla, dæla og halda utan um vatns- og sjó- magn í lestum, tönkum og aust- ursbrunnum er Umas kerfi frá Ul- stein. I miðjunni er NorSap skip- stjórastóll í rennu. Stjórnborðs- megin eru stjórnpúlt fyrir Wich- matic stjórntæki véla, Brunvoll hliðarskrúfu og Norselight leitar- kastara. Skipið er með svokallaðan „black light“ leitarkastara en það er leitarljós sem lýsir á útfjólubláu sviði. Sjálfstýringin frá Robertson er með möguleika á að geta stjórnað samtímis stýrisblaði og hliðarskrúfum. Skipið er búið afl- stýrikerfi (Power Management System) sem gerir skipstjóra kleift að ræsa rafstöðvar, taka út ásrafala og keyra skrúfu með breytilegum snúningshraða. Þetta kerfi getur komið sér vel við nótaveiðar á t.d. Séð yfir togþilfar að skutgálga. Takið eftir uppstillingunni fyrir bræðsiufisk í bobbingarennu undir netatromium. Uppstillingin rúmar um 500 tonn af bræðslufiski. síld, þegar skipið þarf að komast hljóðlega (læðast) að fiskitorfu til að geta kastað á hana. I afturbrú er fjarskiptabúnaður og stjórnpúlt fyrir vindur og vélar. Bakborðs- megin í brúnni er kaffibar, vaskur og hornsófi með sófaborði á upp- hækkun. Með því að hækka upp sófann og sófaborðið myndast rými undir brúnni í fullri hæð. í rýminu er haganlega fyrirkomið salerni brúar. Á brúarþaki er rat- sjár- og fjarskiptamastur, leitar- ljós, EPIRB neyðarsendir frá McMurdo o.fl. SKIPASTÓLLINN Þilfarsbúnaður Vindubúnaðurinn er allur frá Rapp Hydema sem Grótta ehf. hefur umboð fyrir. Vindurnar eru; þrjár 58 tonna togvindur af gerð TWS-22060, fjórar 18 tonna grandaravindur af gerð SW-2500, tvær 10 tonna bobbingavindur af gerð GW-2000, tvær 18 tonna gilsavindur af gerð GW 2500, 18 tonna pokavinda af gerð GW- 2500, tvær 25 tonna netavindur af gerð NDD 7500B, tvær tveggja tonna bakstroffuvindur GW-200, tvær 0,5 tonna hjálpar- vindur af gerð LWD-100, 4 tonna kapalvinda af gerð SOW-500, tvær 38 tonna snurpuvindur af gerð TWS-5030 og tvær 10 tonna akkerisvindur af gerð GW 2000B með keðjuskífum, landfestitroml- um og kopp og tvær 10 tonna kastvindur af gerðinni GW 2000. Nótablökkin er frá Triplex af gerðinni 850/500/2S. Togkraftur hennar er 30 tonn. Frá sama fyrir- tæki er nótaniðurleggjarinn af gerð NK-7500. Hann lyftir 6 tonnum við 12,6 metra arm. Fiskidælan er frá Rapp Hydema af gerðinni CP-3002-RHT. Hún er fyrir 18 tommu slöngu og af- kastar 3500 rúmmetrum á klukkustund. Fiskidælukraninn er Triplex KN-30 með lyftiget- una 2,5 tonn við 10 metra arm. Þilfarskraninn er einnig Triplex, af gerðinni KN-50. Hann lyftir 4 tonnum við 12,5 metra bómu- lengd. Séð yfir Baadervélasamstæður á vinnsLuþiLfari.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.