Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2000, Side 20

Ægir - 01.11.2000, Side 20
AÐALFUNDUR LÍÚ Auðlindagjald af útgerð í eigin landi á sér hvergi hliðstæðu í heiminum - sagði Kristján Ragnarsson á aðalfundi LÍÚ um skýrslu auðlindanefndar „Ætla má af áliti Auðlindanefndar um orkumál, að ef út- gerðin í landinu væri í formi bæjar- eða ríkisútgerða þá væri engin ástæða til álagningar auðlindagjalds. Með sama hætti er viðhorf nefndarinnar ólíkt til auðlinda í sjó, orku í vatni og jarðhita, að hún telur að ekki eigi að greiða auðlindagjald af orkunni vegna þess að ríkssjóð- ur hafi keypt vatnsréttindi af Titan félaginu í Þjórsá og Tungnaá í upphafi aldarinnar og hafi því greitt fyrir þessi réttindi fullt verð. Þegar bent er á að sama hljóti þá að eiga við um kaup á aflaheimildum, sem greitt hefur verið fyrir fullt verð, fæst ekkert svar. Af þessu má sjá að nefndin hagar málum eftir viðhorfum og áhugaefnum einstakra nefndarmanna og þá ekki hvað síst formannsins," sagði Kristján Ragn- arsson formaður LIU í setningarræðu sinni á aðalfundi LIU sem haldinn var í Reykjavík 9. og 10. nóvember. Fjölmörg mál bar á góma á fundi út- gerðarmanna. Kristján Ragnarsson gerði í setningarræðu sinni að umtalsefni efna- hagsumhverfi líðandi stundar; það er að verðbólgan væri komin í 5% og horfur væru á að hún ykist vegna lækkunar á gengi krónunnar og þenslu á innlendum vinnumarkaði. Hagvöxt undanfarinna ára sagði Kristján að rekja mætti að mestu leyti til aukinnar fjárfestinga í atvinnulíf- inu. Mikið hefði verið fjárfest í nýjum fiskiskipum og endursmíði eldri skipa, en nú kynni þar að verða breyting á. Illa horfði nú um stundir varðandi afkomu nýrra skipa, sérstaklega vegna mikillar verðlækkunar á uppsjávarfiski og hækk- unar á verði olíu. Slagorð um skuldaaukningu í sjávarútvegi „Umræða um skuldaaukningu í sjávarút- vegi hefur verið slagorðakennd, þó fyllsta ástæða sé engu að síður til þess að vara við of mikilli skuldsetningu í greininni," sagði Kristján Ragnarsson. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar hafi heildarskuldir sjávarútvegsins verið árið 1998 um 140 milljarðar króna, en aukn- ar skuldir megi að stórum hluta rekja til mikilla fjárfestinga undanfarin ár sem aftur endurspegli mikla bjartsýni á fram- tíð íslensks sjávarútvegs til lengri tíma. Þó verði að hafa í huga að allir kostnaðar- þættir hafi farið hækkandi undanfarna mánuði. Hæst beri þar gríðarlega hækk- un olíuverðs á þessu og síðasta ári. Olíu- reikningur útgerðarinnar, miðað við heilt ár, hefur hækkað um fjóra milljarða króna frá því á sama tíma í fyrra. Einnig hafi vextir hækkað og tryggingagjald hækk- að. Spá um sjö prósenta sam- dráttur aflaverðmætis „Á þessu ári gera áætlanir ráð fyrir að heildaraflaverðmæti sé 60 milljarðar króna sem er óbreytt frá síðasta ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir rúmlega 7% samdrætti," sagði Kristján. Hann benti á að verðlag útfluttra botn- fiskafurða hafi aðeins hækkað um 2,8% í íslenskum krónum síðustu tólf mánuði. I erlendri mynt hafi verð þessara afurða aft- ur á móti lækkað um rúm 7%. Hækkun- in í íslenskum krónum sé því vegna breytinga á gengi krónunnar á sama tíma. Afurðaverð á uppsjávarfiski, mjöl og lýsi, sé áfram lágt. Athygli veki að verð á sjó- frystum afurðum hafi lækkað um 3% umrætt tímabil í íslenskum krónum á sama tíma og landfrystar afurðir hafa hækkað um 11%. og saltfiskur um 5%. „Við sem störfum í sjávarútvegi verð- um ávallt áþreifanlega vör við breytingar í greininni þegar bregðast þarf við versn- andi afkomu og breyttum aðstæðum. Út- gerðarfyrirtæki eru sameinuð, skipum fækkað og veiðiheimildir færðar saman. Forsvarsmenn LÍÚ þungt hugsi yfir fundargögnum við háborð aðalfundar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.