Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Síða 8

Ægir - 01.11.2000, Síða 8
FRÉTTIR Olían hækkar og hækkar: Tugmilljóna kostnaðarauki á árí fyrir meðal togarann Kristinn Leifsson hjá Olís hf. segir ljóst að gasolía til fiskiskipa hafi hækkað á einu ári úr 17,11 kr. í 30,28 kr. „Þetta er sannarlega skelfileg þróun en við hjá íslensku olíufélögunum fáum auðvitað engu ráðið um þessa þróun. Hún tengist þróun á heimsmarkaði en það er vel skiljanlegt að útgerðaraðilum standi ógn af svona hækkunum," segir Kristinn. Framangreindar tölur segir Kristinn að miðist við verðlistaverð en fastir við- skiptamenn njóta alla jafna afsláttarkjara hjá sínum félögum. Engu að síður má leika sér með þessar tölur og reikna út að fyrir frystitogara sem fer með 2,5-3 mill- jónir lítra af gasolíu á ári þýðir hækkunin um 32 milljóna króna kostnaðarauka, sé einungis miðað við lægri eyðslutöluna. Nýjar aðferðir við að merkja fisk Vandinn við að merkja fiska sem lifa á miklu dýpi hefur verió sá aó þurft hefur að ná þeim upp á yfirborðið til aó setja merkið í þá. Það þola fiskarnir yfirleitt ekki og drepast. Með nýrri rafeinda- og tölvutækni, sem fundin var upp og hefur verið þróuð hjá hátæknifýrirtæk- inu Stjörnu-Odda í Reykjavík, er nú hægt að merkja fiska með rafeinda- merki á alLt að 1000 metra dýpi. Þar meó er hægt að safna upplýsingum um atferli tegunda sem títið er vitað um, tiL dæmis karfa, Löngu og keilu. Með þessari aðferð fást einnig mikilvægar uppLýsingar um fLeiri tegundir, svo sem þorsk, bLeikju og gráLúðu. Búnaðurinn tiL þessara merkinga er þó enn mjög dýr. Merkingin fer þannig fram að eins konar búr er sett í venjuLegt troLL. Með vídeómyndavéL er fylgst með fiskinum þegar hann kemur inn í búrið. Merki- byssunni er miðað úr tölvu um borð í veiðiskipinu, LítiLl hnífur gerir smáskurð í roðið og merkinu er síóan skotió inn í kviðarhoL fisksins. Einnig er hægt að festa þaó á bakugga. Gengið hefur verið úr skugga um að merkið háir fiskinum ekki á nokkurn hátt. Merkið sjáLft er í senn mæLitæki og sendir, 9,5 x 30 mm. Það sendir tiL móttakara uppLýsingar um aLLar ferðir fisksins, sjávarhita, dýpi og seLtu sjávar þar sem hann er hverju sinnt. ALLar mótteknar upplýsingar eru skráðar í tölvu. Þannig fæst ógrynni uppLýsinga sem munu auka þekkingu fiskifræðinga á atferLi fiskitegunda og þannig stuóLa að skynsamLegri nýtingu einstakra stofna. Stöðugt er unnið að þróun merkisins, að gera það minna og fjöLhæfara þannig að það þoLi meiri þrýsting og gefi upplýsingar um fleiri þætti í umhverfi fisksins. Tímaritið í sjávarútveginum Áskriftarsími 5510500 Ak IIII #*IPIP ASEA BROWN BOVERI ABB Turbo Systems AG BBC - ABB forþjöppur - varahlutir viðhalds- og viðgerðarþjónusta Útgerðarmenn - vélstjórar Við erum hlekkur í heimsþjónustu ABB Turbo Systems AG. Varist blekkingar og eftirlíkingar. Notið aðeins viðurkennda (original) varahluti frá ABB Turbo Systems AG. Látið sérfróða fagmenn, sem viðurkenndir eru af ABB Turbo Systems, annast viðhald og viðgerðir. Jafnvægisstillum „Rotora" í nýjum fullkomnum tölvustýrðum bekk. Sturlaugur Jónsson & Co. ehf. Fiskislóð 26 - Símar 551 4680 og 551 3280 - Telefax 552 6331

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.