Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 21

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 21
AÐALFUNDUR LÍÚ Eins og undanfarin ár berast okkur tíðar fréttir af sameiningu fyrirtækja í grein- inni í þeirri viðleitni að gera starfandi fyrirtæki sterkari og betur í stakk búin til þess að mæta síbreytilegu umhverfi hér á landi og á mörkuðum erlendis," sagði Kristján. AuðLindagjald af útgerð í eigin landi á sér hvergi hliðstæðu Sem áður segir ræddi formaður LIU ítar- lega um skýrslu auðlindanefndar og sagði að þrátt fyrir áðurnefnda augljósa ágalla í álitsgerð nefndarinnar, eftir því hvaða at- vinnuvegur á í hlut, hafi stjórn LIU tek- ið álit hennar til rækilegrar skoðunar. „Það er eindregin skoðun stjórnar sam- takanna að það sé engin ástæða til greiðslu sértæks skatts, eins og auðlinda- gjald er, heldur eigi að greiða tekjuskatt ef um hagnað af útgerð er að ræða, eins og í öðrum atvinnurekstri. Slíkt auðlinda- gjald þekkist hvergi í veröldinni af út- gerð í eigin landi,“ sagði hann og bætti við að fjármunir sem myndist af hag- kvæmum rekstri, eigi að verða eftir í út- gerðinni til endurnýjunar og uppbygg- ingar fyrir framtíðina, en ekki að verða til að auka umfang ríkisins umfram greiðslu tekjuskatts. Mikilvægt sé að ná sátt um fiskveiðistjórnunina og því fallist stjórn LIU á....að mæta þessum sósíalísku við- horfum með því að greiða hóflegt gjald, ef og þegar aðstæður gera það mögulegt. Haldi einhver að það sé mögulegt þegar olía hefur margfaldast í verði og þegar álögur hins opinbera hafa margfaldast í formi tryggingargjalds, þá fer sá hinn sami villur vegar,“ sagði Kristján. Þá gerði formaðurinn að umtalsefni nefnd sjávarútvegsráðherra sem ætlað að ná sátt um stjórnkerfi fiskveiða. Nefndin er skipuð fullrúum sjávarútvegsráðherra og stjórnmálaflokkanna, án þátttöku fúll- trúa frá sjávarútveginum. Sagði Kristján minnast margra nefnda sem unnið hafi að endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun, þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna hafi átt sæti og aldrei hafi þeir orðið sam- mála um nokkurn hlut á þeim vettvangi. „Það væru því mikil tíðindi ef það gerð- ist nú,“ sagði Kristján. Höfum tryggt okkar hagsmuni með EES Spurningar um hugsanlega aðild Islands að Evrópusambandinu var meðal þeirra mála sem Kristján Ragnarsson ræddi um. „Með samningum um Evrópska efna- hagssvæðið höfum við tryggt viðskipta- hagsmuni okkar gagnvart Evrópusam- bandinu í öllum aðalatriðum og mun því aðild litlu skipta hvað þá varðar. Hags- „Með samningum um Evrópska efnahagssvaeðið höfum við tryggt viðskiptahagsmuni okkar gagnvart Evrópusambandinu í öltum aðalatriðum og mun því aðild litlu skipta hvað þá varðar. munum okkar varðandi sjávarútveginn yrði hins vegar fórnað með inngöngu í sambandið," sagði hann og bætti við að enginn deildi um að aðild að ESB fylgdi sú kvöð að ákvörðun um leyfilegan há- marksafla á miðum við ísland, yrði tekin af ráðherraráði sambandsins í Brussel. „Hvað sem sagt er um mögulegar undan- þágur, er deginum ljósara að þær fást ekki varðandi þetta atriði, enda reyndi sérstaklega á þær þegar Norðmenn sóttu um aðild að sambandinu og fengu ekki, nema örstuttan tíma á takmörkuðu haf- svæði. Það er næsta furðulegt ef einhver íslendingur vill framselja sjálfsákvörðun- arrétt þjóðarinnar til erlendra aðila um slíkt grundvallaratriði íslensks efnhags- lífs.“ Ekki þörf fyrir erlendar fjárfestingar í islenskum sjávarútvegi I tengslum við umræðu um hugsanlega aðildarumsókn að ESB hefur og komið fram að íslendingar gætu ekki hindrað fjárfestingu erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi ef við værum aðilar að sam- bandinu. „Þótt liðinn sé aldarfjórðungur frá því við fengum full yfirráð yfir 200 sjómflna fiskveiðilögsögu megum við ekki gleyma því fyrir hverju var barist og því kemur ekki til álita að selja erlendum aðilum aðgang að lögsögu okkar. Eg við- urkenni þó, að íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki eru nú miklu betur í stakk búin til þess að takast á við erlenda samkeppni á þessu sviði en þau voru fyrir áratug. Að- alatriðið er að við höfum ekki þörf fyrir erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávar- útvegi og hagsmunir verðbréfasala skipta þar engu máli,“ sagði Kristján Ragnars- son. „Það sem háir okkur," bætti hann við, „er að fiskistofnarnir eru ekki nægi- lega öflugir til þess að gefa okkur meiri veiði.“ Sagði Kristján rétt að minna á að Islendingar hafi náð verulegum árangri í að laga stærð fiskiskipaflotans að afrakst- ursgetu fiskistofnanna, með því að út- gerðin standi sjálf undir þeim kostnaði sem því fylgi. Geta ekki verið í sama herbergi Undir lok ræðu sinnar vék formaður LÍU að kjaraviðræðum útvegsmanna og sjó- manna. Um þessar mundir væru nærfellt níu mánuðir frá því lögbindingu kjara- samninga við sjómenn á fiskiskipum lauk og þrátt fyrir mikil fundahöld hafi samnningaviðræður engu skilað. Hann sagði að við samningagerðina yrði ekki undan því vikist að gera leiðréttingu á eldri samningum er varðar mönnun skipa og taka yrði tillit til aukinnar tækni og fullkomnari skipa og lækka launakostnað til þess að mæta auknum kostnaði við dýrar fjárfestingar. „Megin vandi íslenskrar útgerðar er að hlutfall launa er of hátt og þarf að lækka. Við samningaborðið birtist hins vegar sjómannaforystan með marvíslega kröfu- gerð er myndi hækka launakostnaðinn. Ekki má skilja orð mín svo að þeir sjáist saman því svo er ekki. Þeir þremenning- ar geta ekki verið í sama herbergi, hvað þá við sama borð. Það eitt út af fyrir sig veldur því að ómögulegt er að ná samn- ingum við þá. Eðli hlutaskiptakerfis er að ekki er hægt í hverjum samningum að hækka launahlutfallið. Það endar með því að ekkert er eftir til að standa undir út- gerðarkostnaðinum. Þessa einföldu stað- reynd læst sjómannaforystan ekki skilja."

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.