Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.2000, Side 29

Ægir - 01.11.2000, Side 29
Vélaframleiðendur hafa mætt kröfum um hreinni útblástur - segir Albert Klemensson hjá Heklu hf. „Útblásturskröfur hvað varðar skipa- vélar falla undir alþjóðlega reglugerð sem tók gildi í upphafi ársins 2000. Þar eru gerðar kröfur um minni losun mengandi efna og reglugerðin tekur til nýrra skipa þannig að þau eru búin umhverfisvænni vélum en eldri skip. Að mínu mati mættu stjórnvöld hér á landi líka taka það til alvarlegrar skoðunar að setja á ein- hvern hvata til að útgerðir fari út í endur- nýjun eldri véla og að þannig verði stuðl- að að hreinni útblæstri flotans," segir Al- bert Klemensson hjá Heklu hf., umboðs- aðila þýsku skipavélanna MAK og banda- rísku skipavélanna Caterpillar. Albert segir að vélaframleiðendur verði að uppfýlla áðurnefnda reglugerð og hún hafi því haft mestu áhrifin hvað framþró- unina varðar. Framleiðendur höfðu lang- an aðlögunartíma að gildistöku hennar og á undanförnum árum hafa því komið fram á sjónarsviðið skipavélar sem upp- fýlltu reglugerðina og þar með strangari kröfur um útblástur. „Vélar með hreinni útblæstri voru þannig komnar um borð í skip áður en reglugerðin tók gildi,“ segir Albert en leggur áherslu á að það séu ekki mengun- armálin sem liggi þyngst á útgerðar- mönnum hvað skipavélarnar varðar held- ur fyrst og fremst olíukostnaðurinn. „Menn spyrja einfaldlega hve mikið afl þeir fái út úr vélunum og hver eyðslan sé. Þegar út í stærri vélarnar er komið má segja að fýlgnin sé rétt milli aflsins og eyðslunnar," segir Albert. Kostnaður við vélaskipti í skipum er mikill og því er það eðlilegt að útgerðar- menn haldi að sér höndum að skipta eldri skipavélum út fýrir nýjar, jafnvel þótt út- blásturinn sé hreinni. Albert telur ekki líklegt að stjórnvöld treysti sér til að ganga hart fram í kröfum gagnvart eldri skipunum enda geti kostnaður við véla- skipti hlaupið á tugum milljóna þegar um stærri skip er að ræða. „Hins vegar er það þannig að útgerðarmenn fá með nýj- um vélum hlutfallslega minni olíueyðslu Atbert Klemensson hjá Heklu hf. Vélagerðir Heklu hf. Hér að ofan má sjá uppbyggingu Caterpillar skipavélar og til htiðar er MAK vét. en oftast vilja menn skipta eldri vélum út fýrir stærri vélar þannig að sá sparnaður jafnast út. Eftir stendur því að hvati frá stjórnvöldum kynni að verða besta leiðin til að ná fram breytingu í útblæstri eldri skipaflotans," segir Albert. Eins og áður segir er Hekla umboðaðili MAK og Caterpillar. Báðar tegundirnar eiga sér langa sögu að baki í íslenska flot- anum en MAK-umboðið færðist til Heklu í upphafi árs í framhaldi af því að Caterpillar keypti þýsku MAK verk- smiðjurnar. Á næstunni eru væntanleg til landsins mörg nýsmíðaskip, bæði frá Chile og Kína og er vélbúnaður frá Ca- terpillar og MAK í mörgum þeirra. 29 WM

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.