Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 41

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 41
SKIPASTÓLLINN ••nrmrrr i 1 1 M * i \.rH /rl / K i. j.,% / i — "psfc.-- í* m' - Myndir: Snorri Snorroson NY FISKIKIP Vílhelm Þorsteinsson EA 11 Sunnudaginn 3. september s.l. kom Vilhelm Þorsteinsson EA 11 til heimahafnar á Akureyri í fyrsta sinn. Fjöldi manns kom niður að höfn til að fagna komu skipsins, eins og greint var frá í september- blaði Ægis. Skipið er fyrsta nýsmíði fyrir Islendinga sem getur veitt og unnið bolfisk, rækju, kolmunna, síld og loðnu um borð til manneld- is. Skipið er fullbúinn frystitogari og með allan öflugasta búnað til nótaveiða. Óhætt er að segja að Vilhelm Þorsteinsson EA sé eitt öflug- asta og fjölhæfasta veiðiskip í norðurhöfum og sannkallað fjölveiði- skip. Skipið er stærsta fiskiskip sem smíðað hefur verið fyrir íslendinga, flaggskip Samherja og íslenska fiskiskipaflotans. Skipið er vel hannað og ber með sér að hvert smáatriði er þaulhugsað. Þegar um borð er komið eru hlutirnir á sínum stað og jafnvel þótt búnaðurinn sé flókinn og skipið stórt, þá er auðvelt að fara um skipið og sjá samhengi í búnaði og staðsetningu hans. Vilhelm Þorsteinsson, sem skipið heitir eftir, átti farsælan feril sem skipstjóri og stjórnandi hjá Ut- gerðarfélagi Akureyringa. Akureyringar minnast Vilhelms sem fengsæls skipstjóra, farsæls stjórn- anda og góðs manns. „Það er von mín að nýja skip- ið eigi eftir að reynast verðugur merkisberi um störf Vilhelms í íslenskum sjávarútvegi," sagði Þor- steinn Már framkvæmdastjóri Samherja. Hið nýja skip, Vilhelm Þorsteinsson EA, er glæsilegur vitn- isburður um metnað og áræðni sjávarútvegsfyrir- tækisins Samherja. Hugmyndin að gerð skipsins er samvinna Skipa- tækni ehf. og starfsmanna Samherja hf. Lokahönn- un og smíðateikningar voru gerðar af Vik & Sand- vik AS í Noregi. Vik & Sandvik hannaði og teikn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.