Ægir

Volume

Ægir - 01.11.2000, Page 14

Ægir - 01.11.2000, Page 14
FRÉTTIR Skötuselsnetin dregin. Veiðitilraunir á skötusel fyrir sunnan land: Gefum tilrauninni eitt ár - segir Lúðvík Börkur Jónsson hjá Berghóli hf. í Þorlákshöfn Skipverji á Hafnarröstinni glaðhlakkalegur með skötusel. Myndir: Þorgeir Baidursson „Þessar veiðar eru í upphafi hugsaðar sem tilraun og enn er engin skýr niðurstaða komin í þetta. Við ætlum að gefa þessu eitt ár,“ segir Lúðvík Börkur Jónsson, framkvæmdastjóri Berghóls hf. í Þorláks- höfn. Á vegum fyrirtækisins hefur Hafn- arröst ÁR-250 stundað veiðar á skötusel út af suðurströndinni og hefur veiði oft verið þokkaleg. Veiðar á skötusel hafa ekki áður verið stundaðar með markviss- um hætti hér við land. Veiðarnar eru stundaðar með þeim hætti að net eru sett í sjó og þar látin liggja, jafnvel nokkra daga. „Vandamálið í þessum veiðum er hins vegar að við suð- urströndina er mikið togað og við erum að forðast þau svæði til að lenda ekki í árekstrum við togskipin. Þau svæði sem ekki er togað á eru fá og lítil vegna þess hversu slæmur botninn þar er. Á þessum blettum erum við að leggja og eðlilega liggja netin þar illa,“ segir Lúðvík Börk- ur. Skötuselsveiðarnar hófust í maí á þessu ári og er ætlunin að gefa þessari tilraun eitt ár, hið minnsta. Tap hefur verið á veiðunum en það er samt nokkuð sem alltaf sást íyrir og vitað var að yrði, segir Lúðvík. Hann segir markaði fyrir skötu- sel vera allgóða á meginlandi Evrópu og verðið sem bjóðist sé allgott, til að mynda fyrir stórhátíðar. I annan tíma sé verðið mun lægra. „Við höfúm mikið verið að vinna aflann um borð og frysta hann. Síðan er reynt að sæta lagi og selja aflann þegar best verð býðst," segir Lúð- vík Börkur Jónsson. Vilja kaupa íslensk skip til niðurrifs Mikið hefur verió fjallað að undanförnu um sókn Asíubúa á skipasmíðamarkaón- um, sér í lagi Kínverja. En þaó eru ekki aðeins viðskipti meó ný skip sem Kín- veijar hafa áhuga á heldur einnig kaup á notuðum skipum til niðurrifs. Á heimasiðu Útflutningsráðs íslands má sjá upplýsingar um alls kyns vió- skiptafyrirspurnir sem þangað berast erlendis frá. Þar á meðal eru fyrirtæki í Oubai og Kína sem vilja kaupa gömul íslensk fiskiskip til niðurrifs i brotajárn. Reyndar er líka að sjá á síðunni óskir frá kanadisku fyrirtæki sem viLL kaupa fiskiskip hér á Landi en ekkert er nánar minnst á hvaða fyrirætLanir eru þar um notkun.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.