Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 34

Ægir - 01.11.2000, Blaðsíða 34
EVRÓPUSAMBANDIÐ & SJÁVARÚTVEGURINN Er „kvótahopp" vandamál í Evrópusambandinu? Seinni grein Fiskveiðar eru meðal elstu athafna mannsins og eina atvinnugreinin sem byggist á veiðimennsku sem er enn stunduð í umtalsverðum mæli með viðskiptasjónarmið í huga. Fiskveiðar í heiminum tóku miklum framförum um miðja öldina og varð um 7% árleg aflaaukning frá 1950 til ársins 1970. Úlfar Hauksson skrífar. Hann er stjórnmála- fræðingur og hefur nýlokið við M.A-ritgerð frá Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu sem fjallar um sjávarútvegs- stefnu ESB og hugsanlega stöðu íslands. Á áttunda áratugnum dró veru- lega úr vextinum sem hrapaði niður í 1-2% á ári og í upphafi þess níunda náði heimsaflinn há- marki; fór í um 100 milljónir tonna. Endimörkum vaxtarins var náð og telja sérfræðingar á vegum Matvæla- og landbúnaðarstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna (FAO) að fiskveiðar hafi víða hætt að vera sjálfbærar um 1980. Nú er svo komið að flest þeirra 200 veiði- svæða sem FAO hefur eftirlit með eru fullnýtt eða ofnýtt. Ásókn í gjöful fiskimið voru lítil sem engin takmörk sett til ársins 1976 en fram að þeim tíma voru flest fiskimið öllum opin. Löngu var ljóst að mikil ofveiði átti sér stað og fóru strandríki að leita hófanna um að færa út fisk- veiðilögsögu sína og afmarka „Sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópu- sambandsins hefur verið umdeild frá upphafi. Samt sem áður er nokkuð góð samstaða innan ESB um aó núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, sem byggir á hámarksafla og ríkjakvótum sem ríkin úthluta eftir eigin höfði, sé það besta sem vöL er á vió þær aðstæður sem eru rikj- andi í Evrópusambandinu. Samstaða er einnig um að kerfið verði að bæta." þannig eignarétt sinn yfir fiski- miðunum. Á seinni hluta áttunda áratugarins var þróun í hafréttar- málum mjög hröð og segja má að 200 mílna efnahagslögsaga hafi orðið viðtekin venja frá árinu 1976 þrátt fyrir að slíkt hafi ekki fengist staðfest fyrr en á þriðju hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 1982. Nú er svo komið að um 40% af heimshöfunum hefur verið skipt á milli strandríkja. Á þeim rúm- lega 20 árum sem liðin eru frá viðtekinni 200 mílna efnahags- lögsögu hefur ofveiði samt víða verið meiri en nokkru sinni fyrr. Þetta á sér nokkrar skýringar: Þótt lögsaga ríkja yfir miðunum hafi verið mikilvægt skref í þá átt að afmarka eignar- og nýtingar- rétt á fiskstofnunum var það eng- an veginn nóg því stjórnvöld van- ræktu að setja leikreglur fyrir veiðarnar innan eigin lögsögu. Sú staðreynd, að margir fiskistofnar virða ekki lögsögu ríkja gerir málið enn erfiðara. Fiskistofnarnir eru sameiginleg, viðkvæm auð- lind og veiðum úr þeim þarf að stjórna eigi þeir að viðhalda sér. Það er hins vegar hápólitískt úrlausnarefni hvernig ber að ná því markmiði og það snýst um „hver fær hvað, hvenær og hvern- ig“. Miklir hagsmunir eru í húfi og ná oft út fyrir landamæri og lögsögu þjóðríkja. Evrópusam- bandið er lýsandi dæmi um slíkt. „Kvótahopp" - ágrein- ingur um aðgang að fiskimiðum Sameiginlega sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins hefur verið umdeild frá upphafi. Samt sem áður er nokkuð góð samstaða inn- an ESB um að núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi, sem byggist á hámarksafla og ríkjakvótum sem ríkin úthluta eftir eigin höfði, sé það besta sem völ er á við þær aðstæður sem eru ríkjandi í Evrópusambandinu. Samstaða er einnig um að kerfið verði að bæta. Ríkjakvótarnir byggja á svo- kölluðum hlutfallslegum stöðug- leika. Hlutfallslegi stöðugleikinn er hryggjarstykkið í sjávarútvegs- stefnunni og tryggir ríkjunum ákveðna fasta aflahlutdeild í þeim tegundum sem ákvörðun um há- marksafla er tekin. Hlutdeildin ræðst af veiðireynslu og mikil- væg sjávarútvegs. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika var tek- in upp árið 1983 og var mikil- vægt skref fram á við í fiskveiði- stjórnun Evrópusambandsins. Vonir voru bundnar við að þessi aðferð kæmi í veg fyrir deilur milli ríkja um skiptingu afla- heimilda. I Evrópusambandinu er hins vegar réttur einstaklinga og fýrirtækja til fjárfestinga sterkur. Einstaklingum er ekki bannað að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækj- um á grundvelli þjóðernis og fyr- irtækjum er frjálst að afla sér fjár- magns með sölu hlutabréfa. Af þessum sökum var hlutfallslega stöðugleikanum ógnað, að margra mati, þegar ríkisborgarar annarra aðildarríkja, einkum Spánverjar, keyptu bresk skip í þeim tilgangi að veiða úr hlutdeild Breta. Þetta fyrirbæri er kallað „kvótahopp" þar sem fiskiskip undir breskum fána eru í eigu Spánverja, að mestu mönnuð Spánverjum og veiða af breskum kvóta sem er að hluta landað á Spáni. Árið 1996 var áætlað að um 150 „kvóta- hopparar" sigldu undir bresku flaggi (104 bresk/spænskir) og hefðu um 25% af kvóta Breta til 34

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.