Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.2000, Qupperneq 33

Ægir - 01.11.2000, Qupperneq 33
VÉLBÚNAÐUR SKIPAL Mergi ehf. i Hafnarfirði flytur inn brennsluhvata fyrir eldsneyti og olíuviðhaldskerfi fyrir skip: Tökum á þáttum sem skipta máli - segir Gunnar Sæmundsson, véltæknifræðingur Mergi ehf. í Hafnarfirði sérhæfir sig í sölu á brennsluhvata fyrir skipaeldsneyti og selur einnig olíuhreinsikerfi fyrir smurolíu- og glussakerfi í skipum. I báðum tilfellum er um að ræða lausnir sem draga úr mengun og sóun, enda er sannað að með notkun brennsluhvata hefur náðst fram sparnaður eldsneytiseyðslu um borð í skipum. Sömuleiðis nýtist olían betur og þar með fer minna af rykögnum út í andrúmsloftið með útblæstrinum. Gunnar Sæmundsson, véltæknifræðingur, er einn af eigendum fyrirtækisins og segir hann að brennsluhvatinn, sem ber nafnið Mergi, aukist brunahæfni eldsneytisins. „Allar prófanir á þessu efni hafa leitt í ljós aukna virkni eldsneytisins sem hvatanum er blandað saman við. Það er því sannað mál að hægt er að hafa áhrif á eldsneytiseyðslu og nýtingu með fleiri þáttum stillingu vélanna sjálfra. Ef eldsneytið brennur illa þá kemur meira sót í vélarnar og þar með er hætta á því að líftími vélarhluta verði þeim mun styttri. Brennsluhvatinn kemur í veg fyrir slíkt,“ segir Gunnar og bendir í þessu sam- bandi á slithluti á borð við t.d. útblástursloka, stimpla, stimpil- hringi og slífar. Hér á landi nota um 70 skip brennsluhvatann Mergi og má lauslega áætla að þessi skip brenni um 70 milljónum lítra af olíu á ári. Hvert prósent í sparnaði hleypur því á háum fjárhæðum þegar um þvílíkt magn er að ræða. Smurolían fær nýtt líf Annað og ekki síður umhverfisvænt framtak hjá Mergi ehf. er sala á síukerfum fyrir smur- og glussaolíu. Gunnar segir að margir vélaframleiðendur gefi þau fyrirmæli til kaupenda sinna að skipta frekar oftar en hitt um olíur en slíkt sé ekki alltaf nauðsynlegt og raunar mikil sóun. „Kerfin sem við erum að selja hreinsa olíuna mjög vel og notendur hafa séð mjög mikinn árangur á skömmum tíma. Gunnar Sæmundsson hjá Mergi. Reynslan hefur verið sú að hreinsaða olían hefur haft þá eiginleika að losa um óhreinindi sem vilja setjast innan í vélar og hreinsa þau út í gegnum síukerfið. Allt stuðlar þetta að langri endingu vélanna og styður umhverfisverndarsjónarmið," segir Gunnar. „Hvort sem við horfum til notkunar á olíusíukerfunum eða brennsluhvatans þá er ljóst að sú fullyrðing, sem oft heyrist hér á landi, að ekkert sé gert í að bæta umhverfisþáttinn í skipaflotanum, á ekki við rök að styðjast. Utgerðarmenn hafa áhuga á málum sem snerta bætta umgengni við umhverfið, sparnað eldsneytis og betri endingu. Þeir eru nú þegar að setja í þetta peninga og munu gera í vaxandi mæli,“ segir Gunnar Sæmundsson hjá Mergi ehf. Þriðja kynslóð MAN B&W komin „Það nýjasta hjá okkur í dag er þriðja kynslóðin af Man B&W vélunum, svokölluð L21/31 vél. Með þessari vél halda verksmiðjurnar áfram á sömu braut en einkenni á Man B&W er að allar lagnir eru innbyggðar en ekki utanáliggjandi, eins og algengast er í skipavélum. Þetta gerir alla umgengni um vélarnar mjög skemmtilega," segir Aage Petersen hjá Afltækni, umboðsaðila Man B&W skipa- og bátavéla. „Hönnun vélanna er kölluð á ensku „pipeless" og það segir allt sem segja þarf um hvernig uppbygging þeirra er. Framleiðend- urnir gefa upp að við þetta fækki einstökum hlutum vélanna verulega," segir Aage. Hann segir að Man B&W leggi mikið upp úr framleiðslu á vélum sem nýta eldsneyti vel og halda mengun í útblæstri í lágmarki. Allar vélar þeirra standist kröfur og staðla varðandi Aage Petersen hjá Afltækni. útblástur. Úrval vélanna frá Man B&W er mikið því þær spanna allt frá bátavélum með 500 kw afl upp í 68.000 kw afl hið mesta, sem reikna má sem ríflega 93 þúsund hestöfl. Skiljanlega eru fáar fleytur hér á landi sem krefjast slíkra orkubúa. 33

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.