Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 8

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 8
LUDWIG WITTGENSTEIN HUGUR Fyrstu drög Wittgensteins að Rannsóknum íheimspeki eru handrit sem hann kallar Athugasemdir um heimspeki, skrifað á árunum 1929 og 1930.4 Hann lagði það fram með umsókn um rannsóknarstyrk á Þrenningargarði í Cambridge. Garðurinn fékk Bertrand Russell til að lesa handritið og semja um það álitsgerð. Russell segir í niðurlagi skýrslu sinnar: Kenningar Wittgensteins í þessari nýju bók eru nýstárlegar, mjög frumlegar og án efa mikilvægar. En ég veit ekki hvort þær eru réttar eða rangar. Sem rökfræðingur kýs ég heldur að hlutirnir séu einfaldir en flóknir, og sem slíkum þætti mér betra ef Wittgenstein reyndist hafa á röngu að standa. En eftir lestur handrits hans er ég sannfærður um að hann eigi að fá tækifæri til að vinna úr þessum kenningum sínum. Því ég tel allar líkur á að úr þeim verði ný heildarsýn yfir alla heimspeki.5 Formálinn að þessu handriti er dálítið öðruvísi en vænta mætti um rit um rökfræðileg efni. Hann er svona: Þessi bók er skrifuð handa þeim sem eru höfundinum vinsamlegir. Hann hefur samið hana í öðrum anda en þeim sem svífur yfir hinum miklu fallvötnum evrópskrar og amerískrar menningar - þeirrar menningar sem við erum öll brot af. Þessi tíðarandi birtist í framförum; í uppbyggingu æ stórkostlegri og margbrotnari kerfa; en bókin er samin af þrá eftir skýrleika og tærleika. Tíðarandinn vill skynja og skilja ytra borð heimsins - fjölbreytni hans; bókin er leit að þungamiðju tilverunnar, að eðli heimsins. I þessu skyni gerir tíðarandinn sér hverja hugmyndina af annarri, og heldur æ lengra áfram þrep af þrepi. Höfundur bókarinnar er alltaf kyrr á sama stað og freistar sífellt skilnings á hinu sama. Eg vildi geta sagt: þessi bók er skrifuð Guði til dýrðar! En á okkar dögum væru það ærulaus orð, því að þau yrðu ekki rétt skilin. Þau merkja: bókin er skrifuð í góðum hug. Og að svo miklu leyti sem hún er ekki skrifuð í góðum hug, heldur til dæmis af hégómaskap, þá vildi höfundurinn að hún yrði léttvæg fundin. Hann getur ekki hreinsað hana af slíku nema að því marki sem hann er sjálfur hreinn.6 4 Ludwig Wittgenstein: Philosophical Remarks, Basil Blackwell, Oxford 1975. 5 Bertrand Russell: The Autobiography of Bertrand Russell 1914-1944 (Volume II), George Allen and Unwin Ltd, London 1968, bls. 200. 6 Ludwig Wittgenstein: Philosophical Remarks, 7. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.