Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 103

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 103
HUGUR RITDÓMAR í kaflanum um mælingar (233 — 45) verður Hacking tíðrætt um grein Kuhns: „Tilgangur mælinga í nútíma eðlisvísindum.“9 I þessari grein bendir Kuhn á það að mælingar eins og nú tíðkast í eðlisvísindum hófust ekki fyrr en snemma á 19. öld. Það er nátengt því að þá gátu eðlis- fræðingar og aðrir vísindamenn í auknum mæli sinnt rannsóknum sínum í fullu starfi. Við fyrstu sýn gæti virst að mælingar væru stundaðar í þeim tilgangi einum að sannprófa kenningar en svo er ekki alltaf. í mörgum mælingum er einungis leitast við að finna sífellt nákvæmara gildi á ýmsum föstum, sbr. ákvörðun Henrys Cavendish (1731 - 1810) árið 1798 á þyngdarstuðlinum G í jöfnunni sem lýsir aðdráttarkraftinum milli tveggja massa í fjarlægðinni d frá hvor öðrum: m\ rn^ F=G------------- cfi Nákvæmar mælingar eru hluti af daglegu staifi tilraunaeðlisfræðinga og oft á tíðum erþað helsta keppikefli þeirra að ná valdi á mælitækjunum líkt og áður hefur verið lýst. Sífellt nákvæmari mælingar á fyrirbærum geta orðið markmið í sjálfu sér. Þær kollvarpa hins vegar stundum viðteknum skoðunum og kenningum þegár fram líða stundir: frávik frá ríkjandi kenningum koma í ljós sem ómögulegt er að skýra og krefjast nýrra kenninga. Á þennan hátt er í hefðarvísindum fólginn vísir að smáum vísindabyltingum í skilningi Kuhns. í Gerð vfsindnbyltinga fjallar Kuhn um smáar byltingar sem eiga sér stað hjá þröngum hópi manna. Hann gerir sögu eðlisvísindanna fyrst og fremst að umtalsefni, en ræðir ekki sérstaklega um hina umfangsmiklu vísindabyltingu 16. og 17. aldar. í áðurnefndri grein um tilgang mælinga setur hann fram þá tilgátu að önnur stór vísindabylting hafi átt sér stað snemma á 19. öld. Þá var tekið til við að mæla hvaðeina af feiknalegum krafti um gervöll Vesturlönd, bæði í eðlisvísindum og ekki síst á ýmsum sviðum félagsvísinda.10 Þessari byltingu hafa verið gerð skil í tveggja binda ritverki: Lfkindafræðibyltingin (1987). Hacking skrifar þar tvær greinar og veltir fyrir sér í annarri þeirra hvort átt hafi sér stað líkindafræðibylting á þessum tíma.11 Þar setur hann fram athyglisverða túlkun á því hvaða skilyrðum byltingar verði að fullnægja til að geta talist af stærri gerðinni: Þær verða að taka til fleiri en einnar vísindagreinar, nýjar stofnanir þurfa að koma til sögunnar, gagngerar þjóðfélagsbreytingar verða að eiga sér stað og loks er ekki til nein tæmandi lýsing á þeim. Líkindafræðibyltingin og vísinda- bylting 16. og 17. aldar fullnægja þessu skilyrði að mati Hackings. Einnig fjallar hann um muninn á svona stórum byltingum og smáum byltingum í skilningi Kuhns.12 Hacking ræðir ítarlega um ósammælanleika („incommensurability“, 65 — 74) og bryddar í því sambandi upp á nýstárlegum hugmyndum sem að nokkru eru sóttar til vísindasagnfræðingsins A.C. Crombies. Hann tekur sem dæmi skrif gullgerðarmannsins og læknisins Theophrastus Paracels- usar (u.þ.b. 1493 - 1541). Hugarheimur hans er fullkomlega ósamrýman- legur okkar hugarheimi, jafnvel þó unnt sé að þýða allt það sem hann 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.