Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 35

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 35
HUGUR INGIMAR INGIMARSSON kunnugt leiðslubókmenntir með jafnopinskáum hætti og í Ástæðulögmálinu. Fimmti lesturinn er úrslitaatriði í því sam- bandi en þar setur hann fram túlkun á ljóðlínum eftir leiðslu- skáldið Angelus Silesius. 1 fyrirlestrunum tekur Heidegger fyrir fjórar útgáfur af lögmáli Leibniz. Þrjár eru frá Leibniz sjálfum en þá fjórðu ályktar hann af útgáfum Leibniz. Útgáfumar eru hver annarri nákvæmari. Fyrsta útgáfan er almenn eða einföld: Ekkert er án ástæðu. Hún segir okkur frá nauðsyn heimspekinnar meðal annars til að setja sér eigin forsendur. Önnur útgáfan verður: Ekkert er nema hægt sé að gefa í'yrirþvíástæðu. Hún sýnir okkur að við látum okkur ekki nægja að mynda aðeins þekkingarkerfi í ljósi hennar heldur látum við þetta gilda um alla skapaða hluti, - allt sem er. Þriðja útgáfan af lögmáli Leibniz segir að ekkeit sé án þess að hægt sé að gefa einhlíta ástæðu fyrir tilvist þess. Þetta er sú útgáfa lögmálsins sem okkur er tömust og aðalatriði er orðið „einhlítur". Hér áttum við okkur á því, segir Heidegger, að lögmálið tengist því að búa til, og þetta auð- veldar skilning á því hvernig lögmál Leibniz verður undir- staðan að tækni nútímans. Hlutur er það sem lagt hefur verið fram, framleitt, búið til. Sem tilbúinn hlut verður að fullgera hann og framleiðslan verður þá að nægja eða duga til þess; hún verður að vera einhlít eða fullnægjandi. Þessi sérstaka fram- setning á lögmálinu er ekki orðaleikur segir Heidegger heldur leiðir hún í ljós það sem felst í hugsun Leibniz; viðleitni til að hafa tæknileg tök á raunveruleikanuin og þá stjórn á honum sem tæknilegur skilningur gerir mögulega. Fyrsta útgáfan af lögmáli Leibniz er einföld: „ekkert er án ástæðu.“ Önnur er afmarkaðri vegna þess að í henni er bætt við því sérkenni reglunnar að ekkert sé nema hægt sé að gefa fyrir því ástæðu, með öðrum orðum færa að því rök. Þriðju útgáf- una kallar Heidegger hina „fullkomnu“ útgáfu lögmálsins vegna þess að hún afmarki hina gefnu ástæðu enn frekar sem fullnægjandi: „ekkert er nema hægt sé að gefa einhlíta ástæðu fyrir því.“ Rökin verði að halda. Heidegger lælur hins vegar ekki hér staðar numið og leitar uppi enn eina útgáfu lögmálsins. Ilún er ekki frá Leibniz komin, heldur upphugsuð af honum sjálfum með því að endur- skoða og stytta útgáfu númer tvö, „Ekkert er nema hægt sé að 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.