Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 91

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 91
HUGUR RITDÓMAR sem einkum fólust í að lofa eða lasta menn eða fyrirbæri á borð við borgir, lönd, listgreinar eða dyggðir; og loks voru dómsmálaræður sem miðuðu að því að sannfæra dómendur um sekt eða sakleysi sakborninga. Þegar menn æfðu sig í mælskulist héldu þeir stundum ræður til stuðnings illum mönnum og málefnum og þetta gilti einmitt um tækifærisræðulist sem stundum varð eins konar sýning á mælsku, einkum hjá þeim ræðumönn- um sem kenndir voru við sófisma. Þegar Lýsías rökstyður í ræðu sinni um ástina (í Fedrusi) að best sé að leggja lag sitt við þá sem maður elskar ekki, er hann þannig að sýna mælskusnilld sína. Og svipað mun hafa gilt um Lof Helenu eftir Gorgías. Lof lyginnar er lofræða (encomium) og fellur undir tækifærisræður, og hún er öfugmæli eða fjarstæðukennd að efni líkt og LofHelenu. Þannig á Loflyginnar sér ekki aðeins fyrinnynd í Lofiheimskunnareiúr Erasmus, heldur býr hér að baki hefð sem rekja má til Forn-Grikkja. En með hvaða rökum skyldi Þorleifur Halldórsson dásama lygina? Lygin er persónugerð í bókinni og hefur hún máls á að rekja ætt sína og segist vera dóttir Lúsífers og fylgikonu hans, frú Öfundar. Hún segir frá að Eva hafi logið í Paradís, og að ef þau Adam hefðu haft rænu á að ljúga að Guði hefðu þau ekki verið rekin þaðan brott. Engu að síðurþakk- ar Lygi sér að augu þeirra upplukust og þau lærðu að þekkja mun góðs og ills (35). Lygi segir að allir menn séu ljúgarar og raunar sé það einkenni mannsins, sem öðru fremur greini hann frá öðrum dýrateguhdum, að hann kunni að ljúga (36). Menn verði annaðhvort að viðurkenna að þcir séu lygarár eða að þeir séu ekki manneskjur - það cr mér að þakka að þið eruð manneskjur, segir Lygi (37). Lygin er mönnum bæði meðfædd og áunnin. Undir lygi flokkar Lygi lygi í verki, svo sem ef ull er lituð, þá lýgur liún um lit sinn; „Af svoddan lygi eru öll þau helstu handverk og þær prýðilegustu konstir fullar“ (38). Að mála málverk eða hús eða farða and- lit sitt er allt lygi í verki. Þeir „ljúga svo upp á sig annarri ásýnd en náttúr- an hefur þeim gefið“ (39). Þá er rakið hvernig fræði kenna mönnum að ljúga bæði með röksemdum og mælsku og rekur Þorleifur þannig hvemig „fríkonstirnar“ (artes liberales) eru undirstaða lygi. Myndmál mælskufræðinnar er lygi; rökræðulist (logica) kann enginn „sem ekki hefur lært að Italda rangri meiningu fram og forsvara hana á móti sannleikanum“ (41) og eins tclst enginn góður lagamaður sem ekki getur varið sekan mann sómasamlega. Hvað stjörnufræðina varðar sýnir Lygi að lygi er jafnan notuð í kennslu til að útskýra hvaðeina. Þannig er heimsmyndin einfölduð og talað um ýmislegt í yfirfærðri merkingu svo menn skilji það frekttr. Þá er bent á að læknar ljúga að sjúklingum til að fá þá til að taka inn lyf. Næst er vikið að skáldskap, en hann er vissulega fullur af lygi eða tilbúningi. Skáldin nota líka mikið ýkjur og önnur mælskubrögð sem fela í sér lygi. Einnig veitist Lygi að heimspekinni en hún „hefur sinn uppruna af lygnum dæmisögum“ (46). Loks er ráðist gegn guðfræðinni og bent meðal annars á að menn ætla að Guð hafi augu og eyru þó að hann sé andi. Mörgu er logið í Biblíunni, segir Lygi, og nefnir sem dæmi það er Gyðingar sögðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.