Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 21

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 21
HUGUR ÞORSTEINN GYLFASON nú spyr Wittgenstein: úr því að þetta dæmi er nýtt og hefur aldrei orðið fyrir okkur áður, hvemig vitum við hvort heldur við höfum átt við plús eða kvús með samlagningarmerkinu til þessa dags? Og svarið við þessari spumingu getur ekki orðið annað en eitt: það getum við með engu móti vitað. Afleiðingin af því er svo sú að það getur ekkert verið um sjálfan mig sem ræður því að ég meini eitt fremur en annað með samlagningar- merkinu. Og þessa sömu röksemdafærslu má svo viðhafa um hvert einasta orð í rnálinu sem við tölum. Það er þá ekki hægt að eiga við neitt, að meina neitt, með neinu einasta orði sem við segjum. Þetta heitir þverstæða því að það gengur auðvitað þvert á heilbrigða skynsemi. Og þetta er efahyggjuþverstæða vegna þess að hún varðar hluti sem við getum ekki vitað: við getum ekki vitað hvað við eigum við með orðunum sem við notum. Samkvæmt túlkun Kripkes tilreiðir Wittgenstein síðan eins konar lausn á þverstæðunni sem er nýstárleg merkingarfræði. Þeirri lausn ætla ég ekki að lýsa, heldur láta strax þá skoðun mína - og margra annarra - í ljósi að þverstæðu Kripkes sé ekki að finna í Rannsóknum Wittgen- steins.29 Þar er að vísu þverstæðu að finna - Wittgenstein kallar hana það - en hún er dálítið önnur, og lausnin á henni öll önnur en er hjá Kripke að ég hygg. Hér er orðalag Wittgensteins um þverstæðu sína.30 Hann er að tala almennt uin reglur sem geta verið reikningsreglur eins og í dæmi Kripkes, reglur um notkun orða eða hvaðeina af því tæi. Þverstæða okkar var: engin regla getur kveðið á um breytni, því að hvað svo sem maður gerir getur komið heim við regluna. Svarið var: ef allt getur komið heim við regluna, þá getur allt brotið í bág við hana líka. Svo að hér er hvorki samræmi né ósamræmi. „Engin regla getur kveðið á um breytni, því að hvað svo sem maður gerir getur komið heim við regluna.“ Þessi orð má auðvitað sem hægast skilja sem svo að Wittgenstein sé að hugsa 29 Sjá McGinn: Wittgenstein on Meaning, bls. 59-92, og Baker og Hacker: Scepticism, Rules and Language, bls. 1-55. 30 Ludwig WMgenstein: PhilosophicalInvestigations §201. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.