Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 86

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 86
TVENNIR TÍMAR I SIÐFRÆÐI DAVÍÐS HUME HUGUR í Rannsókninni eru umfjöllunaratriði öllu færri en í Ritgerðinni. Athugum til dæmis eftirfarandi tilvitnun: Við höfum velþóknun á einhverjum manni, vegna gáfna hans, kurteisi, hæversku, háttprýði, eða sérhvers annars eiginleika er hann hefur til að bera og okkur fellur í geð, jafnvel þó svo að hann sé okkur með öllu ókunnugur eða haft aldrei orðið okkur til yndisauka, fyrir tilstilli þessara kosta. Sú mynd sem við gerum okkur í huganum af áhrifum þessara kosta á kynni við hann, hefur geðfelld áhrif á ímyndunarafl okkar og vekur upp í okkur velþóknunartilfinningu. Þetta Iögmál á hlutdeild í öllum dómum okkar um háttemi og mannorð.17 Hvernig getur það hugsast, að Hume hafi í Rannsókninni leyst lögmál samhygðarinnar af hólmi með góðvild, ef hann í þessu sama riti gefur skýringu á því, hvers vegna við. höfum velþóknun á bláókunnu fólki, með því, í fyrsta lagi, að höfða til ímyndunarinnar - sem er óaðskiljanleg frá greinargerðinni fyrir samhygð - og í öðm lagi, án þess að nefna góðvild á nafn í því sambandi? Nauðsynlegt er að hafa það hugfast, að sú skilgreining er Hume gefur á góðvild í Rannsókninni, er í öllum megin- dráttum sú hin sama og í Ritgerðinni, nema hvað hún er ítar- legri. Þetta þýðir einfaldlega, að góðvild getur ekki gegnt sama hlutverki og samhygðinni er ætlað, fyrst og fremst vegna þess að hún getur aðeins gert grein fyrir velþóknun okkar á því sem eykur á velferð tiltekinna einstaklinga sem við leggj- um mat á. Samhygðinni er hins vegar ætlað það víðtæka hlut- verk, að vera samskonar greinargerð er gildi fyrir allar mannverur og um allt siðferðilegt mat okkar. Þess vegna er það, að góðvildin hefur aðeins takmarkað skýringargildi og getur ekki yfirtekið hlutverk samhygðarinnar án þess að njóta fulltingis lögmálsins um manngæsku. Af því sem hér hefur verið sagt ætti staða mín að vera ljós. Það er öllu minni ástæða til að ætla, líkt og gert hefur verið hingað til, að á þeim tíma er leið á milli útgáfu þessara tveggja höfuðrita Humes, þá hafi hann breytt megindráttunum í kenningu sinni um siðferðið. Ef menn gera sér grein fyrir því, að Ritgerðin hefur í raun upp á að bjóða greinargerð fyrir samhygð sem reist er á ímynduninni, þá verður Ijóst að ritin 17 Samarit, bls. 216. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.