Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 52

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 52
VINÁTTA OG RÉ'ITLÆTI HUGUR temjum okkur allt frá unga aldri; það skiptir mjög miklu máli, eða frekar öllu máli“ (RN 1103b23-25). Menn verða dygðugir ef þeir njóta góðs uppeldis. Lögin bjóða mönnum þess vegna að breyta ávallt eins og dygðugur maður rnyndi gera. Þau skipa mönnum að gera sumt og banna mönnum að gera annað (EN 1129b20-25). Af þessu má ráða að Aristóteles líti á beitingu lagavaldsins sem upp- eldisaðferð samfélagsins. Þegar samfélagið elst upp við réttlát lög, þá fær það tilhneigingu til réttlætis, eins og sá sem fær rétt uppeldi hneigist til réttrar breytni. Og vegna þess að þeir sem hafa tilhneigingu til réttrar breytni hver gagnvart öðrum eru vinir hefði Aristóteles getað sagt að vináttan væri „lyndis- einkunn samfélagsins“, rétt eins og einstaklingsdygðin er lyndiseinkunn einstaklings. Þannig virðist koma til álita, að þegar Aristóteles talar um borgaralega vináttu (sbr. EE 7.7), þá eigi hann við samfélag, sem einkennist af tilhneigingu þegn- anna til að breyta rétt hver gagnvart öðrum. Lögin væru þá tæki til að kenna mönnum þá dygð að vera vinir. Markmið þeirra væri að samfélagið í heild hel’ði til að bera þá dygð að þar ríkti vinátta. Vináttan væri félagsdygð. Um félagsvináttu Ef Aristóteles hugsar sér að vináttan sé félagsdygð hlýtur hann að gera ráð fyrir að hún einkenni samfélagið sem eina heild, fremur en að vinátta í samfélagi þýði einfaldlega að mikið sé um að meðlimir þess tengist vinaböndum. Ymislegt bendir til að Aristóteles skilji vináttu samfélagsins einmitt þessum skilningi: I fyrsta lagi má rifja upp að samkvæmt kenningu hans er einhugur samfélagsins vináttueinkenni sem veltur á réttvísi manna. Vinátta samfélagsins felur því í sér einhug þegnanna (EN 1155a24-5) en hann verður ekki tryggður nema þeir temji sér dygðugt lífemi. Einhugurinn sjálfur er hins vegar einkenni á samfélaginu sem einni heild, en ekki á einstökum meðlimum þess. Það sama hlýtur að eiga við um vináttuna, þar sem einhugur er „eitthvað sem líkist vináttu“ (EN 1155a24). 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.