Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 72

Hugur - 01.01.1989, Blaðsíða 72
SIÐFRÆÐI KANTS OG AFSTÆÐISHYGGJA HUGUR unum þróast kenningar á einn eða annan hátt fyrir áhrif reynsl- unnar. Kenning kallar á spumingu og þegar menn leita svara með tilraunum og mælingum kemur í ljós að eitthvað er bogið við kenninguna. Menn endurbæta kenninguna þá og vona að með því fái þeir fram réttari mynd af veruleikanum. Ég held að siðferðilegar hugsjónir þróist líka fyrir áhrif reynslunnar. Hugsjónir móta gerðir fólks og ef í ljós kemur að sú breytni sem hugsjónimar kalla á hefur á sér ljótar hliðar þá endur- skoða menn hugsjónimar. Þessi lýsing á þróun þekkingarinnar er að ég held rétt en of ónákvæm til að mikið sé á henni að græða. Til að lýsingin verði nákvæmari verðum við að átta okkur á því að hugmyndir manns mótast af samskiptum hans við aðra menn. Reynsla eins manns hrekkur skammt til að þróa þekkingu eða hugsjónir. Menn verða að miðla hver öðruin og það hvemig hugmyndir þróast fer líklega að miklu leyti eftir því hvernig þessi miðlun fer fram. Þegar rætt er um sið- ferðileg efni þá bendir hver öðrum á siðferðilega eiginleika sem hann hefur veitt athygli og reynir að fá þá til að „sjá“ það sem hann „sér“. Þegar einum tekst þannig að fá aðra til að líta hlutina af meira raunsæi verða þeir stundum að endurskoða hugsjónir sínar og verðmætamat því þeir koma þá kannski auga á að það sem þeir töldu leiða til fegurra lífs hefur ein- hverja ljóta drætti. Samkvæmt þessu er þróun hugsjónanna annars vegar knúin áfram af reynslu fólks af mannlífinu í öllum sínum fjölbreytileik og hins vegar af rökræðum og sam- ræðum um siðferðileg efni. Auðvitað má efast um að til sé neinn siðferðilegur sannleikur sem þróunin stefnir að. Það eru engin vísindaleg rök fyrir því að ætla að slíkur sannleikur sé til og heldur engar vísindalegar ástæður til að ætla að hann sé ekki til. Við höfum heldur enga vísindalega aðferð til að skera úr um hvaða hugsjónir komast næst þessum sannleika. Eina ástæðan sem við höfum til að ætla að til sé siðferðilegur sannleikur er siðfræði- leg. Þær hugsjónir sem við aðhyllumst krefjast þess að við berum virðingu fyrir fólki sem siðferðisverum og tökum siðferði alvarlega. Þetta getum við ekki gert nema við teljum að til sé einhvers konar siðferðilegur sannleikur sem mögulegt sé að nálgast með rökræðum. Þess vegna verðuin við að gera ráð fyrir því að slíkur sannleikur sé til. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.