Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 6

Fréttablaðið - 20.05.2011, Page 6
20. maí 2011 FÖSTUDAGUR6 ALÞINGI „Ég er orðinn þreyttur á því þegar menn nota börn enda- laust til þess að berjast fyrir hagsmunum og kjarabaráttu ein- stakra starfsstétta,“ sagði Guð- bjartur Hannesson velferðar- ráðherra á Alþingi í gær. Hann sagðist ekki stuðningsmaður þess að ríkisvæða tannlækna- þjónustu. Með þessu svaraði Guðbjartur athugasemdum Þorgerðar Katr- ínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sagði það bjóða heim hættu á einelti að senda börn efnaminni foreldra til höfuðborgarinnar til að fá tann- læknaþjónustu. Tannlæknadeild Háskóla Íslands sér börnum efnaminni foreldra nú fyrir tannlækna- þjónustu. Því þurfa ungmenni utan höfuðborgarsvæðisins að ferðast til Reykjavíkur til að fara til tannlæknis. Þetta sagði Þorgerður Katrín hættulegt þar sem það bjóði heim einelti í skólum. Hún spurði hvers vegna hafi ekki verið samið við tannlækna um að taka að sér þessa þjónustu gegn greiðslu. Guðbjartur sagði það engin ný tíðindi að samningar við tann- lækna hafi ekki náðst, en viður- kenndi að óæskilegt væri að börn þyrftu að ferðast til Reykjavík- ur til að komast til tannlæknis. Hann sagðist jafnframt ætla að berjast af fullum krafti fyrir því að samningar takist við tann- lækna. - bj Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir börn notuð til að berjast fyrir hagsmunum tannlækna: Styður ekki ríkisvæðingu tannlækninga BARÐI Í BORÐIÐ Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra barði í ræðupúlt Alþingis þegar hann mótmælti full- yrðingum þingmanns Sjálfstæðisflokks. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LAGANÁM VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK Lagadeild Háskólans í Reykjavík útskrifar framúrskarandi lögfræðinga sem láta til sín taka í íslensku og alþjóðlegu samfélagi. · 3ja ára nám til BA-gráðu. · 2ja ára nám til meistaragráðu. · 3ja-4ra ára nám til doktorsgráðu. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ www.hr.is EGYPTALAND, AP „Vindar breytinga munu breiðast út um allan hinn íslamska heim, ef guð lofar,“ sagði Osama bin Laden nokkru áður en bandarískir sér- sveitarmenn réðust til inngöngu í felustað hans í Pak- istan og skutu hann til bana. Þetta kemur fram á hljóðupptöku sem birt var á vef- síðum herskárra múslima í gær. Á upptökunni reynir hann að koma þeim boðskap til skila, að hann styðji ólguna í arabaheiminum síðustu mánuði. Hann minnist sérstaklega á uppreisnina í Túnis og Egyptalandi, en minnist ekki á ólguna í Sýr- landi, Líbíu og víðar, sem gæti bent til þess að upptak- an hafi verið gerð fyrir allnokkrum vikum. Ólgan í arabaheiminum er engu að síður mjög frá- brugðin þeim herskáa strangtrúarboðskap sem bin Laden hefur talað fyrir. Mótmælendur hafa undan- tekningarlítið komið boðskap sínum á framfæri með friðsamlegum hætti. - gb Hljóðupptaka með Osama bin Laden birt í gær á vefsíðum herskárra múslima: Hreifst af mótmælum araba OSAMA BIN LADEN Reynir að sýnast þátttakandi í mótmælum almennings í ríkjum Norður-Afríku og Mið-Austurlanda. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti styður kröfu Palestínumanna um að vænt- anlegt ríki þeirra miðist við landamærin eins og þau voru árið 1967, áður en Ísraelar hertóku Vesturbakkann og Gasasvæðið. Þetta kom fram í ræðu hans um málefni Mið- Austurlanda í gær. Þetta er stefnubreyting af hálfu Bandaríkjanna, því síðan 2004 hafa þau haft þá afstöðu að kröfu Palestínumanna um landa- mærin frá 1967 þurfi að laga að kröfu Ísraela um að öryggi þeirra verði tryggt. Bandaríkin hafa því til þessa í reynd verið á bandi Ísraela, sem vilja semja við Palestínumenn um endanlega legu landamæranna en ekki ganga út frá því fyrirfram að miða eigi við landamærin frá 1967. Benjamin Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, brást við með því að ítreka þá afstöðu Ísraela, að landamærin frá 1967 séu óverjan- leg. Ísraelar gætu ekki varið sig gegn árásum, verði þau landa- mæri notuð. Palestínumenn hafa í reynd gef- ist upp á viðræðum við Ísraela og fara nú fram á alþjóðlegan stuðn- ing við einhliða stofnun Palestínu- ríkis í haust. Obama sagðist í ræðu sinni hins vegar ekki styðja þau áform, sem gætu aldrei orðið annað en tákn- ræn: „Táknrænar aðgerðir, sem þjóna þeim tilgangi að einangra Ísrael á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í september, verða ekki til þess að sjálfstætt ríki verði til.“ Hann sagðist einnig líta svo á að sættir tveggja helstu fylkinga Palestínumanna, Fatah og Hamas, muni torvelda friðarviðræður við Ísraela. Ísraelar hafa væntanlega einn- ig orðið fyrir vonbrigðum með að Obama notaði ekki tækifærið til þess að fordæma Íran harðlega í ræðu sinni. Hann sakaði Írana hins vegar um hræsni og ítrekaði andstöðu Bandaríkjanna við kjarnorkuvopna áform Írans og stuðning Írana við hryðjuverka- samtök. Annars eyddi hann ekki mörgum orðum á Írani, lét nægja að segja afstöðu sína vel þekkta og dró ekki upp þá mynd af Íran, sem forveri hans í embætti gerði stund- um, að Íran væri ljótasti skúrkur- inn í Mið-Austurlöndum. Þess í stað varði hann töluverðum tíma í að hvetja stjórnvöld í Barein og á Sýrlandi til þess að hætta að beita ofbeldi til að kæfa niður mót- mæli. gudsteinn@frettabladid.is Obama styður kröf- ur Palestínumanna Bandaríkjaforseti hvetur Ísraela til að fallast á landamæri Palestínu frá 1967, en styður hins vegar ekki einhliða stofnun Palestínuríkis í haust. Hann telur sættir Fatah og Hamas torvelda friðarviðræður Palestínumanna og Ísraela. BARACK OBAMA OG HILLARY CLINTON Bandaríkjaforseti mætti utanríkisráðherra sínum þegar hann gekk í ræðustól í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Finnst þér ásættanlegt að heræfingar séu haldnar hér á landi? JÁ 57,8% NEI 42,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú fundið brennisteins- lykt frá Hellisheiðarvirkjun hér á höfuðborgarsvæðinu? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.