Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 26

Fréttablaðið - 20.05.2011, Síða 26
Vorsýning Iðnskólans í Hafnarfirði verður opnuð formlega af forseta Íslands á morgun. Margt athyglisvert gefur að líta. Þar má nefna sérsmíðaða hágæða magn- ara og hamfaraútvarp, líkan af Krýsuvíkurkirkju og fjölda smíðisgripa. Sýningin er í húsnæði skólans að Flatahrauni 12 og verður opin frá kl. 13 til 16 til 29. maí. Helgarplön barnafjölskyldna snúast oftar en ekki um að gera litlum börnum til hæfis en unglingar hafa alveg jafn mikla þörf fyrir tíma og ævintýri í faðmi sinna nánustu. Gleymum ekki að knúsa táninga á sömu lund og við krútt- umst í smáfólkinu og skipuleggjum helgarfrí með þeirra áhugamál og upplifanir í huga. Þannig styrkjast fjölskyldu- tengslin á sama tíma og samvera fjölskyldunnar verður eftirsóknarverðari í huga unglingsins. - þlg Unglingaveik saman Unglingar eru yndislegt fólk sem fullorðnir fara gjarnan á mis við þegar vinir verða mikilvægari en gæðastundir með foreldrum. Missum ekki af samvistum við þá heldur gerum eitthvað skemmtilegt saman. Á kósíkvöldi fjölskyldunnar er gaman að maula popp yfir uppáhalds unglingamynd hvers og eins í fjölskyldunni og upp- lifa hlátrasköll og undrunaróp yfir því sem er hallærislegt nú en var heitasta heitt á ungdómsárum foreldranna. Unglingar vilja gera gagn, svo deilið út verkefnum í garðinum og vinnið saman að því að fegra ásýnd heim- ilisins með því að gróðursetja sumarblóm, snyrta runna, reyta arfa og slá blettinn. Rokktónleikar hitta beint í mark hjá unglingum og leyndur draumur margra er að sjá átrúnaðargoð sín með pabba og mömmu. Flestir krakkar komast á hryllingsskeiðið þegar þeir komast á táningsaldurinn og skotheld skemmtun fyrir fjölskylduna er að reyna á þanþol tauganna í þreföldum draugagangi á Draugasetrinu á Stokkseyri. Unglingar elska að borða skyndibita í samfélagi við mömmu, pabba og systkini sín, enda er matmálstími tilvalinn tími til ljúfra sam- verustunda þar sem farið er yfir málin og sagðar sögur úr hvunndagslífinu. Keila er fullkomið fjöl- skyldusport þar sem unglingar skora foreldra sína á hólm eða keppa með þeim í liði í stór- skemmtilegum leik og fjörugu andrúmslofti. Gaman er að keppa til hóflegra verðlauna sem vekja kátínu um leið. Útivist með átökum og nesti er flestum að skapi. Farið saman í fjallgöngu, busl í sveitalaug eða upplifið eitthvað nýtt sem þjappar fjölskyldunni saman og skapar ógleymanlegar minningar. Útreiðartúr í fallegu umhverfi er spennandi ævintýri öllum sem aldrei hafa setið hest, en líka þeim sem eiga hesta og þekkja ánægjuna af útreiðum. Kompumarkaður listakvennanna sem reka Kirsuberjatréð verður haldinn í porti á bak við versl- unina að Vesturgötu 4 á morgun milli klukkan 12 og 17. Þar verður ýmislegt á boðstólum sem lista- konurnar og hönnuðirnir þrettán sem standa að versluninni hafa fundið í geymslum sínum. Þar má finna allt frá leikföngum og barna- fötum til einstakra listmuna. Kirsuberjatréð hefur verið á Vest- urgötunni í tvo áratugi og kann- ast því margir við hina smáu en sjarmerandi búð. Hún er í húsi frá 1882 sem byggt var sem versl- unarhús- næði og skartar enn upp- runalegri innréttingu. Kompumarkaður listakvenna LISTAKONURNAR Í VERSLUNINNI KIRSUBERJATRÉNU HALDA MARKAÐ Á LAUGARDAGINN. Margt verður á boðstólum á morgun. 10% 20% Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál LAGERSALA LAGERSALAN er flutt á Laugaveg 178, næsta hús við verslun Lín DesignAth pp Einkaf lugmannsnám Hefst 30. maí 2011 www.f lugskoli.is Hefur þú hug á að starfa sem atvinnuflugmaður? Þá er einkaflugmannsnám fyrsta skrefið í átt að draumnum. Skráning á www.flugskoli.is www.facebook.com/flugskoli

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.