Fréttablaðið - 20.05.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 20.05.2011, Blaðsíða 36
10 föstudagur 20. maí Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Leikur að Viagra ? Ég er með smá öfugsnúið vandamál. Ég og kærastan mín erum frekar dug-leg í rúminu og prófum eitthvað nýtt reglulega. Þannig hefur það verið alveg frá því að við kynntumst og við lærum eitthvað nýtt um hvort annað reglulega. Undanfarið hefur hún samt farið fram á ýmislegt óvenjulegt og um daginn stakk hún upp á að við myndum fara í threesome. Mér fannst það frekar spennandi hugmynd og hlakkaði til að fá tvær í einu. Nema hvað! Hún vill að þriðji aðil- inn sé gaur og er alveg æst í að sofa hjá tveimur í einu. Ég tek það ekki í mál og þetta er að gera sambandið okkar frekar stirt. Hvernig næ ég að sannfæra hana um að þetta sé hræðileg hugmynd? Svar: Mig langar að þú veltir fyrir þér af hverju það var mjög spennandi og „góð“ hugmynd þegar þriðji aðilinn átti að vera stelpa en „hræðileg“ þegar það átti að vera strákur? Það finnst mér vera tví- skinnungur og ansi ósanngjarnt. Ég sé engan mun á hvort kynið er með því það að bjóða þriðja aðila með hefur alltaf ákveðnar afleiðingar í för með sér, óháð kyni. Ef þú hefur áhyggjur af því að stunda kynlíf með öðrum karlmanni þá gæti verið nóg fyrir þig að vera óbeinn þátttak- andi og vera aðeins áhorfandi. Eða þú og kærasta þín setjið strangar regl- ur um hvað má og hver gerir hvað við hvern. Ef ástæðan fyrir því að þú sért mótfallinn þessu er hins vegar sú að þú óttist afbrýðisemi þá þarf að finna lausn á þessu máli svo þið getið bæði verið sátt. Hér er gott að losa um málbeinið og prufa að bæta ósýnilegum þriðja aðila í kynlífið með hlut- verkaleik og þá jafnvel skapa þriðja aðila og tala um hann þegar þið stund- ið kynlíf. Þetta breytir því þó ekki að þú segist vera tilbúinn að leyfa stelpu en ekki strák. Mér finnst þetta vera atriði sem þið þurfið að ræða nánar um. ? Sæl Sigga Dögg, mig langar að vita hvort það sé í lagi að strákar og ungir menn leiki sér að því að taka Viagra til að framlengja fjörið? Svar: Nú er ég ekki læknir en ég veit að Viagra er lyfseðilsskylt lyf sem verkar á æðakerfið og hefur því áhrif á líkamann á margvíslegan hátt, og getur haft samverkandi áhrif með öðrum lyfjum. Þetta er ekki blátt vítam- ín sem bætir, hressir og kætir heldur lyf, og því ber að meðhöndla það sem slíkt. Ein möguleg aukaverkun af Viagra er of mikil stinning í lim í of lang- an tíma. Ekki aðeins getur þetta verið óþægilegt heldur einnig hættulegt og það getur leitt til sköddunar í vef typpisins. Það er eðlilegt að limurinn og líkaminn þurfi að jafna sig eftir hver kynmök. Stinnur limur tryggir ekki fullnægingu og kynlíf snýst um meira en lim sem skýst inn og út. Á meðan þú ert að jafna þig og safna kröftum í meira „fjör“ gefst þér kjörið tæki- færi til að dekra aðeins við kynlífsfélagann með munngælum og fingrafimi. Ein mögu- leg auka- verkun af Viagra er til dæmis of mikil stinning í lim í of langan tíma.“ Íslenskir tískuunnendur geta brosað breitt í dag því að í dag klukkan 17 verður nýja vefverslun- in Lakkalakk opnuð fyrir pantanir. Systurnar Ása og Jóna Ottesen standa á bak við búðina en þær hafa verið á fullu síðustu daga við að koma búð- inni í stand. „Þetta er öðruvísi vinna en þegar maður opnar búð því við þurfum að taka myndir af hverri einustu flík, skrifa lýsingu og efni. Það er ekki nóg að brjóta bara saman,“ segir Ása spennt en þær systur ætla sér einnig að frumsýna nýtt myndband og tískuþátt á síðunni. Búðin býður upp á allt frá skóm og fylgihlutum til fatnaðar og er verðbilið breitt, frá 2.000 krón- um til 25.000 króna. Á vefsíðunni lakkalakk.com verða einnig blogg systranna, myndbönd og tísku- þættir úr smiðju þeirra. - áp Fjölbreytt fataúrval á Lakkalakk: Ekki nóg að brjóta saman Lakkalakk-systur Ása og Jóna Ottesen opna vefverslun í dag. Þar er að finna fjölbreytt og skemmtilegt úrval af fatnaði og fylgi- hlutum. www.myndlistaskolinn.is MÓTUN leir og tengd efni Diplómanám 4 annir Ígildi 120 ECTS eininga til BA náms hjá erlendum samstarfsskólum UMSÓKNARFRESTUR TIL 30. maí Myndlista- og hönnunarsvið Fornám 2 annir Undirbúningur fyrir nám á háskólastigi í arkitektúr, hönnun og myndlist. UMSÓKNARFRESTUR TIL 23. maí Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. Tannlæknafélag Íslands mælir með notkun xylitols sem aðalsætuefnis í tyggigúmmíi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.