Morgunblaðið - 06.12.2008, Side 7

Morgunblaðið - 06.12.2008, Side 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 800 7000 • siminn.is Glæsilegt jólatilboð: 3 fyrir 1 Sími Netið SjónvarpÞað er Fáðu þér fullkominn Samsung U900 Soul á frábæru jólatilboði*. Með honum færðu tvo létta og lipra Samsung samlokusíma í kaupbæti! Með símunum fylgir M sem er vefur Símans í farsímanum. M getur þú notað til afþreyingar þegar þér hentar, farið á m.siminn.is og opnaðu Facebook, spjallað á MSN, skoðað tölvupóstinn eða kíkt á nýjasta nýtt á YouTube. TÍU einstaklingar hafa greinst HIV-jákvæðir á þessu ári en nýsmituðum hefur fjölgað undanfarin ár í ná- grannalöndum okkar. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælisdagskrá alnæmissamtakanna HIV- Ísland sem fögnuðu 20 ára afmæli sínu í gær. Tímamótanna var minnst í Þjóðmenningarhúsinu þar sem félagsfólk, heilbrigðisstarfsmenn og velunn- arar komu saman. Þá opnaði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra nýja heimasíðu samtakanna. Allt frá upphafi hefur meginverkefni félagsins verið að styðja við bakið á HIV-smituðum, alnæmissjúkum og aðstandendum þeirra og að vinna að fræðslu og for- vörnum um sjúkdóminn. Með lyfjum sem komu á mark- að fyrir rúmum áratug varð mikil framþróun við með- ferð HIV-smitaðra. Heyrir það því nú til undantekninga að fólk á Íslandi veikist eða látist af völdum alnæmis. Engu að síður er mikið áfall að greinast með HIV enda fordómar enn ríkjandi gagnvart sjúkdómnum. Fögnuðu tuttugu ára afmæli samtaka HIV-smitaðra á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Tímamót Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ingi Rafn Hauksson voru meðal gesta í gær. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Vegagerðina af kröfu Péturs M. Jónassonar vatnalíffræð- ings um að ógiltur yrði úrskurður umhverfisráðherra um mat á um- hverfisáhrifum Lyngdalsheiðarveg- ar. Vegurinn liggur milli Laugar- vatns og Þingvalla í Bláskógabyggð. Hafist var handa við gerð Lyng- dalsheiðarvegar í lok sumars en lagning hans hefur verið umdeild og m.a. farið tvívegis í umhverfismat. Pétur hefur lengi barist gegn fram- kvæmdinni og talið lífríki Þingvalla- vatns hættu búna. Hann stefndi Vegagerðinni og krafðist þess að úrskurður umhverf- isráðherra um að veita Vegagerðinni heimild til að leggja veginn yrði dæmdur ógildur. Fjölskipaður héraðsdómur telur að ekki hafi verið farið á svig við lög við meðferð málsins. Vanhæfisreglur hafi ekki verið brotnar og því er hafnað að ráðherra hafi brotið rann- sóknarreglu stjórnsýslulaga. Vega- gerðin var líka sýknuð af varakröfu Péturs, um að ógiltur yrði úrskurður umhverfisráðherra, að því er varðar svokallaða leið 7, vestur Eldborgar- hraun. Veginum verði lokið 2010 Núverandi vegur milli Þingvalla og Laugarvatns, Gjábakkavegur, er að stofni til frá árinu 1907 og þykir erfiður yfirferðar. Því hefur lengi verið kallað eftir úrbótum á leiðinni. Það er Klæðning ehf. í Hafnarfirði sem er með verkið enda var tilboð fyrirtækisins það eina af þeim tíu sem bárust sem reyndist undir kostnaðaráætlunum Vegagerðarinn- ar. Lyngdalsheiði er rúmir 500 metr- ar þar sem hún er hæst. Vegagerðin gerir ráð fyrir að veglagningunni verði lokið haustið 2010. Lyngdalsheiðar- vegur löglegur Úrskurður umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum stendur Lyngdalsheiðarvegur verður 15 kólómetra langur en að auki mun Klæðning leggja 1,7 kílómetra langa vegtengingu að Gjábakkavegi. Í samtali við Morgunblaðið í haust vonaðist Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, til að hægt yrði að vinna við vegagerð- ina í allan vetur enda stórvirkar vinnuvélar notaðar við verkið. Stórvirkar vélar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.