Morgunblaðið - 06.12.2008, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 06.12.2008, Qupperneq 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2008 800 7000 • siminn.is Glæsilegt jólatilboð: 3 fyrir 1 Sími Netið SjónvarpÞað er Fáðu þér fullkominn Samsung U900 Soul á frábæru jólatilboði*. Með honum færðu tvo létta og lipra Samsung samlokusíma í kaupbæti! Með símunum fylgir M sem er vefur Símans í farsímanum. M getur þú notað til afþreyingar þegar þér hentar, farið á m.siminn.is og opnaðu Facebook, spjallað á MSN, skoðað tölvupóstinn eða kíkt á nýjasta nýtt á YouTube. TÍU einstaklingar hafa greinst HIV-jákvæðir á þessu ári en nýsmituðum hefur fjölgað undanfarin ár í ná- grannalöndum okkar. Þetta var meðal þess sem kom fram á afmælisdagskrá alnæmissamtakanna HIV- Ísland sem fögnuðu 20 ára afmæli sínu í gær. Tímamótanna var minnst í Þjóðmenningarhúsinu þar sem félagsfólk, heilbrigðisstarfsmenn og velunn- arar komu saman. Þá opnaði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra nýja heimasíðu samtakanna. Allt frá upphafi hefur meginverkefni félagsins verið að styðja við bakið á HIV-smituðum, alnæmissjúkum og aðstandendum þeirra og að vinna að fræðslu og for- vörnum um sjúkdóminn. Með lyfjum sem komu á mark- að fyrir rúmum áratug varð mikil framþróun við með- ferð HIV-smitaðra. Heyrir það því nú til undantekninga að fólk á Íslandi veikist eða látist af völdum alnæmis. Engu að síður er mikið áfall að greinast með HIV enda fordómar enn ríkjandi gagnvart sjúkdómnum. Fögnuðu tuttugu ára afmæli samtaka HIV-smitaðra á Íslandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Tímamót Þröstur Jónsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Ingi Rafn Hauksson voru meðal gesta í gær. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Vegagerðina af kröfu Péturs M. Jónassonar vatnalíffræð- ings um að ógiltur yrði úrskurður umhverfisráðherra um mat á um- hverfisáhrifum Lyngdalsheiðarveg- ar. Vegurinn liggur milli Laugar- vatns og Þingvalla í Bláskógabyggð. Hafist var handa við gerð Lyng- dalsheiðarvegar í lok sumars en lagning hans hefur verið umdeild og m.a. farið tvívegis í umhverfismat. Pétur hefur lengi barist gegn fram- kvæmdinni og talið lífríki Þingvalla- vatns hættu búna. Hann stefndi Vegagerðinni og krafðist þess að úrskurður umhverf- isráðherra um að veita Vegagerðinni heimild til að leggja veginn yrði dæmdur ógildur. Fjölskipaður héraðsdómur telur að ekki hafi verið farið á svig við lög við meðferð málsins. Vanhæfisreglur hafi ekki verið brotnar og því er hafnað að ráðherra hafi brotið rann- sóknarreglu stjórnsýslulaga. Vega- gerðin var líka sýknuð af varakröfu Péturs, um að ógiltur yrði úrskurður umhverfisráðherra, að því er varðar svokallaða leið 7, vestur Eldborgar- hraun. Veginum verði lokið 2010 Núverandi vegur milli Þingvalla og Laugarvatns, Gjábakkavegur, er að stofni til frá árinu 1907 og þykir erfiður yfirferðar. Því hefur lengi verið kallað eftir úrbótum á leiðinni. Það er Klæðning ehf. í Hafnarfirði sem er með verkið enda var tilboð fyrirtækisins það eina af þeim tíu sem bárust sem reyndist undir kostnaðaráætlunum Vegagerðarinn- ar. Lyngdalsheiði er rúmir 500 metr- ar þar sem hún er hæst. Vegagerðin gerir ráð fyrir að veglagningunni verði lokið haustið 2010. Lyngdalsheiðar- vegur löglegur Úrskurður umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum stendur Lyngdalsheiðarvegur verður 15 kólómetra langur en að auki mun Klæðning leggja 1,7 kílómetra langa vegtengingu að Gjábakkavegi. Í samtali við Morgunblaðið í haust vonaðist Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, til að hægt yrði að vinna við vegagerð- ina í allan vetur enda stórvirkar vinnuvélar notaðar við verkið. Stórvirkar vélar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.