Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 8
- 4 - og hugðumst gera allmikið skurk í þeim ykkar, sem grunur lá á að væru saemi- lega ritfær. Þetta fór þó á annan veg en við höfðum buizt við, flest þeirra sem leitað var til um efni í blaðið, gáfust upp í fyrstu atrennu og lofuðu að skrifa í blaðið„ I LIFANDI hnífar skera strenginn í sundur og vefurinn bráðnar í svartnættishita ofnsins. Bláröndótt fluga bítur í stél hanans og orsakar keðjuklofningu í taugakerfi ríkisins. Þjóðfélagið þornar upp en á tindinum stendur Hann og glápir á tunglið. II Grár snjór hertur af frosti þekur jörðina. Strá sem gleymt hafa að deyja eru föl og guggin. Sólin er farin en hvenær kemur hún aftur ? N. N. Við vorum á engann hátt undirbúin svona vinsamlegum viðtökum, enda fór svo, að ýmist leið yfir suma nefndar- menn, eða þeir lögðust veiki.r með óráði og flensu. Varð því ekkert af frekari hernaðaraðgerðum, enda gerðist þess ekki þörf, ritsmíðarnar hlóðust á okkur með hraða í öðru veldi. Það eru vissulega gleðileg tíðindi, ef þetta er boði frekari bókmenntaáhuga ykkar. Viljum við af heil- um hug þakka þeim, sem hafa brugðist skjótt við og hjálpað til að koma þessu blaði út harmkvælalítið. Kjósum við að vona, að þetta sé merki þess, að andleiki Menntlinga sé að lyftast úr þeim öldudal, sem hann hefur verið í undanfarið. Þrátt fyrir margslungið njósnakerfi og harðskeytt Avóalið okkar er þess samt ekki að vænta, að við getum þefað upp alla ritfæra menn í skólanum. Fjarri er, að öll kurl komi til grafar. Þess vegna er ákjósanlegast, að þið komið af sjálfs- dáðum með ritsmíðar ykkar. Það mundi líka spara okkur í ritnefndinni mikinn tíma, sem við gætum notað til þess að vanda utlit blaðsins enn frekar. Um átgáfu blaðsins er heldur fátt að sejjja. Blaðið er óvenju myndskreytt, og njotum vér þar hins ágæta dráttlista- manns Sigurjóns Jóhannssonar. Blaðið verður annars með svipuðu sniði og und- anfarin ár. Að endingu vil ég skora á ykkur að láta ykkar ekki eftir liggja til þess að gera Skólablaðið sem bezt í hvívetna. Þær kröf- ur eru gerðar til ykkar, sem Menntaskóla- nema, að þið hugsið ofurlítið. í þessum stóra hóp eru áreiðanlega margir, sem ligg- ur eitthvað á hjarta. Finnst ykkur ekkert umbótavert við skólalífið eða kennsluna, hafið þið ekkert brennandi áhugamál? Ef um eitthvað slíkt er að ræða, er Skólablað- ið einmitt rétti ritvöllurinn. Ritsvið blaðs- ins er lítt takmarkað. Það á að vera frétta- blað ykkar, vettvangur bókmenntastarfs ykkar hugsjóna (annarra en pólitískra) og áhugamála. Munið eftir því að Skólablaðið er eini salur skólans sem rúmar alla nem- ur hans. Jónas Kristjánsson. SIGURÐUR ODDGEIRSSON A "11" "Þótt menn séu búnir að læra latínu x þrjú ár, geta þeir ekki einu sinni myndað jafn einfalda setningu og : "Taktu hraðferðina inn í Voga"." ENSKA r 4.-Y Ottó þýðir Today she weighs twenty- one stone : "í dag vegur hún tuttugu og eitt skippund".

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.