Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 33

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 33
29 - tveir ágætismenn, sem nú voru sjálfkjörn- ir í leiknefnd, voru þeir tveir hinir sömu, sem nefndin hafði í hyggju að skipa, ef hún hefði fengið leyfi til þess arna. Getur nú hver dæmt um það eftir eigin samvizku, hve klíkuhneigðin er á háu stigi hjá leiknefnd. Hvað lýðræðisþrá meirihluta skálafundar viðvíkur, þá var hún af sama toga spunnin og ef farið væri fram á þjúðaratkvæðagreiðslu um val sérhvers opinbers starfsmanna, allt frá bankastjorum til lögregluþjóna. En í tillögu leiknefndar var gert ráð fyrir, að þeir fimm menn, sem skólinn kysi að vori, væru hæfir til að velja tvo sam- starfsmenn að hausti. Annars væru þeir alls ekki hæfir til þess að vera í leik- nefnd. - En hvað um það, meirihlutinn blífur - og leiknefnd neyddist til þess að '’gera breytingatillöguna að sinni", eins og komizt er að orði í fundargerð fund- arins. Er næsti skólafundur var haldinn, var svo loksins unnt að hefjast handa með fullu liði. Var það sannarlega á elleftu stundu, því að róðurinn er þungur og aflakostir strangir, þótt eigi sé hægt að kalla þá óréttláta. Ekki mun heldur vera hjálpar að vænta af hálfu hæstvirtra kenn- ara, því að þeir virðast hver öðrum mót- fallnir"þessu leikbrölti nemenda". Ég er efins, hvort þeir séu búnir að ná sér eftir rúmruskið, sem þeim var gert í sumar, þegar það kom á daginn, að leikrit það.sem leiknefnd hafði þá í hyggju að sýna, þurfti hvorki á margnotuðu, gömlu og góðu bún- ingunum né storu hárkollunum úr Þjóðleik- húsinu að halda. Báðu þeir þá á kennara- fundi allar góðar vættir hjálpar og töldu slíkt vera ofdirfskubragð hálfgeggjaðra ævintýramanna, er ekki væri hægt að vefja andlit og búk trefjar og silki. Að vísu skal það tekið fram, að þá hafði leiknefnd í huga enn nýtízkulegra leikrit, en hún að lokum kaus, en ekki hlýtur það nýja náð fyrir augum kennara heldur, eftir því sem ég hefi komizt næst. En til gamans má geta, að Menntaskólinn á Akureyri frumsýnir innan örfárra daga hánýtízkulegt leikrit, svo að fleiri eru fífldjarfir en við. - En leikrit það, sem endanlega varð fyrir valinu, heitir My three angles eftir Sam og Bellu Spewack og munu margir kannast við englana þrjá í samnefndri kvikmynd, sem sýnd var hér fyrir nokkru. Æfingar eru byrjaðar, smíði leiktjalda og saumur búninga hafin og allt í fullum gangi. Þann 6. janúar, á Þrettándanum, mun leikurinn svo verða frumsýndur - eins og nemendur Lærða skólans sýndu sinn fyrsta leik, Erasmus Montanus, á langalofti fyrir 110 árum síðan. Væri því skemmtilegt að skapa hér eftir þá hefð að frumsýna ávallt Herranóttina á Þrettándanum. Væntir leiknefnd nú trausts og stuðnings allra nemenda skólans og vonast til, að þeir fjölmenni á fyrstu sýningar leiksins og hvetji vini og vandamenn til þess að sjá hinar, því að oft var þörf, nú er nauðsyn. Gamla sagan má ekki endur- taka sig. Ef Herranóttin skilar tapi nú, er óhætt að fara að kyrja sálminn um blómið, en ef vel gengur getur hver sannur Menntaskólanemi sungið í gleði sinni "The loveliest night of the year", og finnst mér það ólíkt skemmtilegri söngur. ól. Mixa. SKÓLABLAÐIÐ Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík Ritstjóri : Jonas Kristjánsson, 5.-X Ritnefnd : Sólveig Einarsdóttir, 5.-A Sigurður Gizurarson, 5.-X Sigurjón Jóhannsson, 5.-X ómar Ragnarsson, 4.-Y Auglýsingastjórar : Eiður Guðnason, 5.-B Gunnsteinn Gunnarsson, 5.-B Ábyrgðarmaður : Einar Magnússon, kennari Forsíðumyndin táknar framtíðina. Flestar myndir í blaðinu teiknaði Sigurjón Jóhannsson. Skreytingar annaðist hann einnig að mestu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.