Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 27
23 - FÓLKIÐ á sögueyjunni hefur vissulega ekki farið varhluta af lærdómi eins bók- elsk þjóð og það er, og þess er það ser víst flest meðvitandi. Þegar að fornu var lærdómur í hávegum hafður; lög, kvæði og sögur varðveittust á skinni og í hugum manna ættlið fram af ættlið. Stundum kvað jafnvel svo rammt að menntaástríðu þjóðarinnar, að henni var svalað með því að læra íslendingasögur, annála og annað þess háttar orðrétt utan- bókar. Seinna kom kirkjan til skjalanna, og var lögð stund á mörg fræði innan klausturveggja. í skauti kirkjunnar tóku menn að nema erlendar tungur og var Latneska þar mest tignuð sem alþjóðlegt tungumál kirkjunnar, enda þótt hún lægi þá þegar í fjörbrotunum sem lifandi tunga. En auðvitað var ekki látið sitja við eitt erlend tungumál. Öllum trúverð- ugum þjónum heilagrar kirkju bar skylda til að kunna annað tungumál, steindautt. Það var Gríska og helzt þurftu klerkar að geta talað reiprennandi bæði málin, ef þeir áttu að vera þess umkomnir að bera hempuna. Lítil breyting varð á þessu í framvindu tímans í rás aldanna, enda þótt hinni gömlu kristni væri kast- að sem slitnu fati og hætt væri að kyrja messur á Latnesku. Kirkjuskól- arnir héldu dauðahaldi í þessa afturgöngu eins og væri fjöregg þeirra, og raunar var það svo að vissu marki, því að fátt var þá hægt að læra í skóla, er væri menntamönnum slíkt lyftiduft. Latneskan fyllti þá þeim nauðsynlega vindi og belg- ingi, sem hóf þá skör hærra en sauð- svartan almúgann. Má sjá að lengi reið þessi draugur húsum, því að á síðustu öld bar helzta menntastofnun landsins nafnið Latínuskólinn og voru nemendur alltaf hálfir af Latnesku ef ekki fullir og verðleikar þeirra metnir eftir fimi þeirra við beygingu málsins á ýmsa bóga eftir öllum kúnstarinnar reglum. Svo var háttað málakennslu að fornu og allt fram að nýju. Ef til vill má virða íslenzkum skólum það til vorkunnar á þessum tímum að á öðrum löndum voru menn við sama heygarðshornið. Hvarvetna á menningarlöndum Evrópu voru menntir málbundnar í viðjar þess- arar framliðnu tungu. Hérna var það þó skömminni skárra, þar sem við eign- uðumst bókmenntir a eigin tungu, er aðrar þjóðir gátu ekki punktað niður staf á öðru en Latnesku. Enda uppskera Tslendingar eins og til var sáð, er þessi andlega arfleifð ber hróður þeirra um víða veröld. Nú orð- ið er þó skólinn okkar kenndur við ætlunarverk sitt og tilgang, og stendur það til bóta. Svo sannarlega gleðjumst við yfir því, en þegar öllu er á botninn hvolft stendur þó forneskjan föstum fót- um þar. Ennþá er staglazt á andvana, óreglulegum sögnum forntungunnar hátt og í hljóði, fáum til gagns en mörgum vafalaust til tjóns, ve^na tímasóunar og vírusa þeirra, sem hun virðist bera í sér af andlegri uppdráttarsýki. Því hefur oft verið borið við, Latnesk- unni til málsbóta, að hún væri móðir mikils hluta Evrópumálanna, og þau sem ekki væru afbökuð Latneska ættu svo margt til hennar að sækja. Hún væri því alveg þess ómaksins verð, að læra hana til þess að öðlast traustan grund- völl til frekara málanáms. Þetta er laukrétt, en vel að merkja. Hvað kost- ar þessi undursamlegi grundvöllur mörg ár stagls og svita nemendanna. Ef málið á að lærast til hlítar, nægir fæstum allt lífið, þó að í lengra lagi sé. En gerist menn ekki lífstíðarstúdentar í faginu, mun það mála sannast, að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.