Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 11
- 7 - i HINN 17. júní í sumar var Kristinn Ármannsson formlega skipaður rektor skol- ans af Menntamálaráð- herra, en Kristinn var, eins og kunnugt er, settur rektor áður. Óskar Skolablaðið honum gæfu og gengis í starfi sínu og þakkar honum stuðning hans við sig.------ Allmiklar viðgerðir og endurbætur hafa verið gerðar á skolahúsinu í sumar. Hefur kennurum hlotnast endurbætt kenn- arastofa og nemendum nýtt salerni. Fleiri breytingar hafa einnig verið gerð- ar, m. a. hefur eðlisfræðistofa verið flutt upp í Spítala. Er þetta allt til mikilla bota. Enn stendur yfir undirbúningur hins væntanlega félagsheimilis Menntlinga úti í íþöku. Hefur Einar Magnússon aðallega stjórnað þessum framkvæmdum af hálfu skólans eins og myndin hór að ofan sýn- ir.----Karl Kristjánsson hefur verið ráðinn húsvörður skólans og Guðrún Helgadóttir ritari rektors. Árnar Skóla- blaðið þeim heilla í starfi.---Toller- ingar hafa verið framdar. Urðu þær all- sögulegar. D-bekkingar höfðu hreiðrað um sig í óvinnandi vígi. Voru þeir samt á endanum svældir út með nýtízku her- lögreglutækni eftir meira en tveggja tíma umsátur. Mannfall var ekki telj- andi.--Gangaslagur einn hefur og ver- ið háður við háðulega útreið 4. og 5. bekkjar.----Fyrsta félag skólans til þess að hefja starfsemi sína var bind- indisfélagið. Þykir ýmsum það váleg tíðindi, en aðrir láta vel yfir. Dans - kennsla félagsins er hið þarfasta fyrir- tæki. Bryndís Schram annast kennsluna. ---Dansiball var haldið á sal hinn Frh. á bls. 8.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.