Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 23
19 - enda kominn á hann slagsíða. Hina fyrstu vetur var Lullinn í læri hjá síra Ingimar. Segir þar fátt af honum nema hvað hann mölvaði eina hurð í ogáti. Þótti það vel sloppið. Settist hann síðan í hinn lærða skóla og gat sér brátt geysilegan orðstí. Var það fyrst, að er vega skyldi kappann, að vigtin brast, en annað það, að hann þurrkaði svo um- hyggjusamlega af töflu hverri á sínu umráða- svæði, að einsdæmi þótti. Og meður því, að maður- inn er engi félagsskítur, hóf hann innan tíðar af- skipti af öllum meiri hátt- ar málum og stjórnar nu sund- og handknattleiks - keppnum með röggsemi kunná ttumann s in s. Síðastliðið vor þótti sýnt, að frægðarsól manns- ins væri enn á uppleið. Var hann nu allur borðum álímdur og forgylltur bak og fyrir. Hafði hann verið C -v utnefndur laganna vörður, eins og þau gilda á Siglufirði. Við skipunina eina saman óx honum enn ás- og magamegin og var öllum auð- séð, að mikilla af- og útkasta myndi af honum að vænta. Varð enda útvarp hans aðalstarf um sumarið. Höfum vér fyrir satt, að forbrots- og drykkjumenn skulfu, er hann nálgaðist, svo óttuðust þeir kapp- ann. En það er af Lullanum að segja, að þá færðist hann allur í aukana. Brjóstkassinn stækkaði, brosið breikkaði nasirnar þöndust, svitinn rann og augun gnustu. Hvelfdist hann svo yfir fórnardýr- ið, sparn því inn í svörtu Maríu og ók stíf- um örmum á "stöðina" með hinn forbrotna. Er á leið sumarið kom í ljós, að þjónn laganna var ekki allur.þar sem hann var VÖRÐUR LAGANNA, LÚLLINN séður. Tók hann, að stunda gripdeildir í hópi kjörkvenna. En hvernig sem því var nú öllu háttað, er svo mikið víst, að er suð- ur kom8hafði hann enga ró í sínum beinum fyrir löngun til Snæfellsnessfarar. Fékk hann ginnt sér til fylgineytis sveinstaula saklausan á svörtum bíl. Mikið var um jarteiknir í þeirri för : ljósin slokknuðu bremsurnar 'brustu, hjólbarðar og maskínan hikstaði. En þótt yrði að ýta bifreiðinni helming þc<tti honum betur farið Hann um það. - En að sprungu Lúllinn leiðar, en heima setið. síður lýkur hér að segia frá Lúðvígi Birni Albertssyni, Frh. á bls. 26.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.