Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 24
- 20 - Á kyrrlátu haustkvöldi, þegar vindurinn hvín fyrir utan gluggann, og rigningin gnauðar, hugsa ég oft til liðins sumars. Ég vaknaði einn morgunn ! Ég vissi ekki hvar ég var, en umhveríis rúmið mitt voru þunn, hvxt tjöld, og mér fannst ég vera stödd í einhverju ævintýralandi. Eftir dálitla stund rankaði ég við mér og gærdagurinn stoð mér ljoslifandi fyrir hugskotssjonum. Ég var komin til Kxna eftir áralanga ferð gegnum Danmörku, Þýzkaland, Tékkoslévakíu og Rússland. Ég mundi eftir hitabylgjunni, sem umlauk okkur, þegar við stigum út úr þrýstilofts- flugvélinni rússnesku á flugvöllinn í Peking. Það var eins og að koma inn í bakaraofn, hitinn var líka 40 °C. Það var tekið mjög vel á moti okkur, eignaðist ég strax goða vinkonu Chi að nafni og talaði hún ensku. Og þessi hvítu tjöld umhverfis rúmið mitt voru moskítonet, og áttum við eftir að fá að kenna á þess- um litlu kvikindum á daginn, þo við vær- um laus við þau á nottinni að mestu. Það er svo 6tal, otal margt, sem ég gæti sagt ykkur. Vandinn er að velja og hafna. Viljið þið heyra frá Búddatrúnni, musterum og líkneskjum, eða frá háskól- anum, frá verksmiðjum eða bændabýlum, ég gæti sagt ykkur svo otal margt. Frá því, sem ykkur þætti skrítið, merki- legt, og ég gæti fyllt ykkur óstjórnlegri löngun til að fara til Kína. Landsins, sem er svo orafjarlægt og oraunverulegt. Þarna dvaldist ég í 3 vikur, að mestu leyti í Peking, en einnig við strönd Gula hafsins. Þetta var í ágústmánuði og hit- inn mjög mikill. Bezt er að dveljast í Kína á haustin, þá er hvorki mjög kalt eða mjög heitt. Fyrsta daginn fannst okkur mjög erfitt að þekkja folkið sund- ur, okkur fannst allir vera eins. En strax næsta dag hafði hver maður sinn sérstaka personuleika og svipbrigði. Erfitt var að sjá hve folkið var gamalt. Mér fannst það alltaf vera miklu yngra en það var. Allir eru líka kolsvarthærð- ir, og aðeins folk um 70 verður grá- hært. Eftir byltingu bænda oj* verkamanna 1949, var komið á jafnretti kvenna og karla, og uppbygging hins mikla Kína- veldis háfin. En í Kína hafði þá staðið borgarastyrjöld í u. þ.b. 25 ár. Fyrsta daginn þegar við vorum á ferð um bæinn vöktu húsin í gamla hluta borgarinnar athygli okkar, eins og reynd- ar allt sem við sáum. Húsin voru litlir steinkofar, með hinum einkennilegu, fögru kínversku þökum, og mynda nokkr- ir kofar ferhyrndan hring með húsagarði í miðjunni. Nýju húsin eru flest 5-7 hæða og eins og við eigum að venjast. Áður var Peking byggð á svæði, sem nam 21 milljon fermetrum, og svo hafa verið byggðir rúmir 19 milljon fermetr- ar síðan 1949. Allar götur eru beinar, engar bugðottar. Hjólreiðar eru miklar, nánast eins og í Kaupmannahöfn. Leiguvagnar Pekingborgar voru þannig, að maður hljóp fyrir vagni, sem far- þegi sat í. Nú er þetta bannað, enda urðu þeir sjaldnast langlífir, sem hlupu fyrir vögnunum, og eru vagnarnir nú settir aftaní reiðhjól og þeim hjólað áfram. Eitt sinn var Pekingborg umgirt miklum borgarmúrum með aðeins fjórum hlið- um. Múrarnir standa enn, en hliðin eru orðin miklu fleiri sökum mikillar um- ferðar og hve borgin hefur vaxið. Borgin er hreinleg, og fólkið mjög snyrtilega klætt. Ungu stúlkurnar ganga mest í blússu og pilsi, eða síðbuxum, og einnig mikið í hinum látlausa, fall- ega kínverska kjól, sem flestir kannast við. Karlmenn ganga í fötum eins og við eigum að venjast, nema hvað mer fannst þeir óvenju snyrtilegir. Keisarahöllin er í miðri borginni og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.