Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 26
- 22 - fallið, en það stendur enn. Inni í því eru tólf stórar, grænar sulur, sem standa í hring og tákna þær hina tólf mánuði ársins. Aðrar fjórar sulur tákna einnig árstíðarnar. Margt var þarna skrítið að sjá, sem ekki er svo gott að lýsa. Við gengum út og upp hvítar marmaratröppur með hvítum handriðum og voru handriðin mjög einkennileg í lag- inu. Attu þau að tákna skýin. Og svo vorum við komin upp á hvítan stóran pall, þar sem sólin skein beint ofaná höfuð okkar, og þar vorum við að sögn í himnaríki. Þarna hafði keisarinn fært fórnir sínar og ættarinnar. Stórar marmaraplötur þöktu pallinn og var tala þeirra mikill stærðfræðilegur útreikning- ur. Við flýttum okkur niður aftur, því steikjandi sólarhitinn ætlaði að bræða okkur og okkur fannst við varla geta andað. En við munum ekki geta gleymt hinu undarlega, tígulega musteri, eða hinu hvíta marmara himnaríki. Sölveig Einarsdóttir. SPAKMÆLI UM KONUR Ástin drepur tímann og tíminn ástina. Ástin er nokkurs konar líftrygging, sem konur hafa fundið upp. Konur segja oft, að þær hafi gefið hjarta sitt. Oftast er raunin sú, að þær hafa aðeins - gefið eftir. Mörgum konum er snyrtiborðið vopna- smiðja, - þar brýna þær þau vopn, sem þær beita í baráttunni við hersveitir tímans. Frá skaparans hendi er konan glæsi- 1 e g handvöm m. Konunni er þögnin gefin til þess að hún geti betur tjáð hugsanir sínar. Fagrar konur deyja tvisvar sinnum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.