Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 31

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 31
27 - mm Möfís m um lúhnefnd ÞANN 12.febrúar rann upp sú merkis- stund„ er þáverandi leiknefnd skyldi fæða afkvæmi það, sem hún hafði borið undir belti við mikla fyrirhöfn í langan tíma. Það hét Kátlegar kvonbænir og var kennt heiðursmanni einum enskum, Goldsmith að nafni, sem lézt fyrir tæpum 200 ár- um. Nokkru fyrir þann tíma hafði það ekki verið venja manna að skoða grínleik- rit, hvað þá að menn hefðu haft sér það til dundurs að rita slíkar bokmenntir. Kaus félk þá heldur að sjá grát og gníst- an tanna, en að horfa upp á aðra eins loddara og gamanleikara leika listir sín- ar á sviðinu. En þetta breyttist eins og svo margt annað, og upp hofst hið svo- kallaða restaurations-tímabil. Var það m.a. fólgið í því, að allra djörfustu og klúrustu menn tóku smám saman upp a þeirri dirfsku að skrifa leikrit af léttara taginu, og kom þá á daginn, að þau voru engu síðri molluleikritunum hvað snerti ágætar mannlýsingar og uppbyggingu, enda lá oft alvara á bak við gamansemina. Og eitt þessara leikrita var einmitt áður- nefnt leikrit Goldsmiths, sem hét, áður en það var dubbað upp í íslenzkan bún- ing, The Stoops to Qonquer. Þar sem leiknefndinni var ekki kunnugt um, að leikrit frá restauration-tímanum hefði verið sýnt hér áður, þótti henni sem þarna væri komið gullvægið tækifæri til þess að gera stofnunina að yfirmáta merkilegum vettvangi á sviði bókmennta- kynningar, jafnframt því sem hún træði götur bæjarins í leit að auglýsingum í leikskrá og ynni af höndum ámáta hvers- dagsleg störf við undirbúning leiksins. Með þessa háleitu hugsjón að leiðarljósi hófst því nefndin handa, fékk lánaða hjá Þjóðleikhúsinu sömu búninga og hafa ver- ið notaðir a.m.k. tvisvar áður á Herra- nóttum og þá síðast í Uppskafninginum árið áður, keypti sér hraðsuðuketil til þess að spara kaffikostnað leiknefndar og starfsliðs og vann ótal önnur ámóta nauðsynleg og merkileg störf. Fengu kennarar skólans líklega flestum betur að finna smjörþefinn af þessari atorku, því að leiknefndarlimir fengu vart rass- særi af of mikilli skólasetu á meðan. Báru kennarar sig því illa og létu ó- spart í ljós söknuð sinn yfir því að fá ekki oftar að líta okkar fögru ásjónir, og lái ég þeim það ekki. En hér skal líka fúslega játað, og er það ekkert launungarmál, að svo mörg sem afreksverk leiknefndar voru við und- irbúning síðustu Herranætur, þá varð henni einnig nokkuð á, sem betur hefði legið milli hluta. En mér er spurn, hvernig er hægt að vænta annars, þegar allir leiknefndarlimir voru nýliðar og engin gögn af neinu tagi um starf leik- nefndar frá upphafi fyrir hendi ? Það er varla hægt að ætlast til þess af fimm mönnum, sem í fyrsta skipti starfa í þeirri nefnd skólans, er verið hefur eril- sömust og velt langmestu fé, að segja sér það sjálfir, hvernig slíkt starf geng- ur fyrir sig. Að minnsta kosti fengum við því miður enga slíka vitrun. Það, að hafa engin gögn eða skýrslur um störf undanfarandi leiknefnda, hefur verið eitt aðalmeinið í starfsemi hennar, og úr þessu ætlar núverandi leiknefnd að bæta með þeirri bráðsnjöllu og nýstárlegu hugmynd að skipa ritara, sem tekur saman öll gögn um starfsemina og skipar þeim í þar til gerðar bækur. Einnig væri æskilegt, að tekinn yrði upp sá háttur að kjósa ávallt einn mann úr fimmta bekk í leiknefnd, sem yrði síðan endurkjörinn næsta ár og gerður að for- manni. Slíkt myndi tryggja, að ávallt væri vanur maður í nefndinni. En slíku var ekki að dreifa síðast og því fór sem fór. Samt komst Herranótt- in upp stórslysalaust og var nokkur furða þótt bæði þreytt leiknefnd og annað þreytt starfslið hygði gott til glóðarinnar á þeirri merkilegu stundu, er tjaldið í gamla leikhúsinu við Vonarstræti afhjúp- aði hið mikla starf þeirra og list ? - En vonbrigðin urðu líka mikil. Varla var hægt að segja, að húsið hafi verið full- skipað á frumsýningu. Höfðu ó.bekking-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.