Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 10
6 " KARLMENNIRNIR f VI. BEKK 11 Þannig nefndist umræðunefni Lmálfund- ar Framtíðarinnar þetta skolaár. Málfundafélag Menntaskólans í Rvík lýtur svo lágt að taka svo lítilfjörlegt efni til. umraeðu, enda karlmenn þar í stjórn. Ég nennti ómögulega að eyða heilu kvöldi í þvílíka vitleysu, en get þó ekki látið hjá líða að minnast á þetta nokkrum orðum. Allar þessar deilur um stráklingana í VI. bekk hófust með því, að á síðasta skólafundi báru þeir fram tillögu þess efnis, að stulkum í IV. bekk yrði leyfð þátttaka í ferðalagi nokkru, sem þá var í bígerð. Vitanlega særði þetta mjög okkar stærilæti. En ekki vegna þess að stákarn- ir létu þannig í ljós leiða sinn á okkur, því það hefði sært okkur eins, þótt smá- hundskvikindi hefðu snúið við okkur bak- inu. Við gátum bara ómögulega þolað, að því væri hreytt svona í okkur, hve óspennandi og ureltar við værum orðnar, enda þótt við séum fyrir löngu bunar að gera okkur grein fyrir því sjálfar. Við reyndum að svara þessari ósvífni, en náðum þó ekki tilætluðum árangri. Karlmennirnir í VI. bekk. Ja, hérna, karlmenn. Hvað er nú það? Finnst það fyrirbæri ennþá? Ekki hér í skóla. Þetta, sem einu sinni gat kallast karl- maður og er nú sem hvert annað hrak, bregður fyrir frammi á göngunum, hang- andi upp með veggjum, með úfið hár og hálfsofandi, eða þá hlaupandi inn í kvennabekki í leit að glósum, stílaverk- efnum og fl. Ekki komast þeir húsa á milli nema í bíl fari. Smásteini, sem menn léku sér að að tvíhenda hér áður fyrr, geta þeir varla lyft á hné sér. Ekki skammast þeir sín vitund fyrir að skrópa í skólanum dag eftir dag, sem þeir eyða þá í rúminu við lestur ástar- ævintýra eða einhvers álíka. Heima- lestur þekkist vart meðal þeirra - það er allt of lítilfjörlegt. Leikfimi í skól- um er langt fyrir neðan þeirra virðingu. Útkoman verður sem sé aflvana úrhrak, gamalt og úr sér gengið löngu fyrir tím- ann, háð okkur í einu og öllu. HAUSTHVÖT HLUSTUM á gjálfrið í öldunum. Heyrum duninn í fossum og þrumur í lofti. Sjáum eldingar óveðursnótta, þrumuský ógnar og hamfara og þungbúin fjöll. Skynjum mátt hinn mestan: að lifa Eftir stúdentspróf deyja þeir loksins út af og hverfa úr sögunni af orsökum andlegrar og líkamlegrar spillingar. Lestur á illa skrifuðum "týperingum" á spássíur hefur sjálfsagt haft úrslita- völdin. Svo eigum við kvenfólkið að umgang- ast þá með lotningu og beita öllum okk- ar kvennaklækjum við þá. Nei, þökk fyrir. Gerið svo vel, fjórðabekkjar fögru yngismeyjar. Takið við þeim og léttið þannig af okkur þungri byrði. Við getum séð fyrir bekkjarbræðrum ykkar með gleði. Þeir eru þó ekki alveg eins djúpt sokknir. B.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.