Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 30
26 - hvítur getað leikið 13. exí 6, - og síðan 14. Bd 3, - og hefur hann þá góða stöðu. ) 13. BxB. 14. HxB, - (Slæmur stað- ur fyrir hrókinn. ) 14. - , f xe 5. 15. Rxe5, D d 6. 16. R x d 7, B x d 7. 17. Hf-al,- ( Slæmur leikur. ) 17.-, a 6. 18. Bd 3 , D f 4. 19. Rf3, Ha-C8. 20. R e 5, - ( Með þessum leik hleypur hvítur taflinu upp, upp á von og óvon. ) 20. -, Rxd4 ! 21. B xh 7 , Kh . 22. Rg6, KxB. 23. RxH +, - (Riddarinn má ekki drepa drottningu.) 23. -, Kg8. 24. D b 2, - ( 24. D g 7, - nær ekki þráskák. ) 24. -, Hxc3 ! 25. R g 6 , - ( Ekki 7 5 R x B , - , vegna H c 2. ) 25.-, De4. 26. b 4, Re 2 f 27. Kf 1 , -. ( Ef 27. Khl, -., þá 27.-, Hc2. 28. Db 3 , -, og riddarinn fellur. ) 27. -, B b 5 . Gefið. ( Ef : a) 28. HxH, R c 1 f, og leiðir fljótt að máti. b) 28. F 3, R g 3 | 29. Kf 2 , Ekki 29. K g 1 , - , því 29. - D e 3 f , og óverjandi mát. 29. -, Hc2t og svartur vinnur. c) 28. Kd2, -. 28. Kd 1 , -. , leiðir að máti. 28.-, Hc2þ Og drottningin fellur. ) SÁLNAFLAKK Vegna skorts á kennslustofum árdegis hefur einhver ágætasti bekkur skóla vors, 5. bekkur Y, orðið að leggja á flakk um skólann, og erum vér aldrei tvo tíma í röð í sömu stofu. Raunar eigum vér von á húsnæði bráð- lega, en það mun aðeins verða oss at- hvarf örfáar kennslustundir í viku hverri. Því er högum vorum svo báglega komið, að vér eigum hvergi griðland í frímín- útum. Hefur þetta haft í för með sér stóraukna heimavinnu meðal vor, því að undirbúningur undir kennslustundir fer auðvitað fram í frímínútum hjá þeim, sem hafa eigið húsnæði. Einnig er ekki laust við, að menn gati í bekk vorum, en það kom aldrei fyrir í fyrra. Það geta kennarar staðfest. Ef litið er á þessi mál af raunsæi, hljóta menn að skilja, að einhver bekkur verður að flakka. Hitt er svo annað mál, hverjir eigi að flakka. Ég er þeirrar skoðunar, að 5. bekkingar eigi að vera skör hærra settir en 4. bekkingar og beri því einhverjum 4. bekkjanna að flakka. Og vitaskuld ætti það að koma í hlut máladeildarmanna, en ekki stærð- f ræðinga. Rætnar tungur hafa verið með dylgjur um, að hið ágæta salerni skóla vors væri oss nemendum 5. bekkjar Y hæfi- leg vistarvera. Slíkt tel ég mestu fjar- stæðu og vísa til heilbrigðissamþykktar Reykjavíkur og mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Hið eina, sem hægt er að gera fyrir oss, er að leyfa oss að velja kennslu- stofu næsta vetur til handa hinum ágæta bekk vorum, því að of seint er að senda aðra á flakk í vetur. Líklega þýðir ekki að fara fram á stuðning skólafund- ar í þessum efnum. Vísar sú samkunda miskunnarlaust á bug öllum bænum ein- stakra bekkja um liðsinni í einkamálum, hversu sanngjarnar sem þær kunna að vera. Vil ég því eindregið biðja hið ágæta kennaralið vort að verða við óskum vorum á næsta hausti. Er ég þess full- viss, að aðrir bekkir vilji óðfúsir gefa oss þetta eftir vegna hrakninga vorra í vetur. G. G. DANDI MENN, frh. af bls. 19. inspector, pólítýi og kvennamanni, þar sem hann snýr ásjónunni til sinnar Mekku : Snæíellsness. - K. J. 5. -A og 5.-X beina þeim tilmaelum til Inspectors Platearum, að eyrum og taugum ofangreindra bekkja verði hlíft við hinum égnvekjandi og gegnumníst- andi hringingum, sem hann hefur við- haft frá því að hann hóf embættisferil sinn. Ef ekki verður að gert hið brað- asta, þykir sýnt að hann muni. flaema þessa ágætu bekki úr skóla.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.