Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 12
8 HLJÖMSKfFUSAFN MENNTASKOLANS Plötusafnið er, eins og flestum er kunnugt, nýstofnun innan skolans. Plöt- urnar hafa mestallan tímann verið í út- láni og þykir það góður árangur. Stendur nú til að kaupa leikrit Shakespeares : Julius Caesar, og Oscar Wildes : The importance of being earnest, og þykir mér sjálfsagt að bæta svo frægum og viðurkenndum verkum í safnið, þó að þar se ekki beinlínis um tónlist að ræða. Það er einnig annað á dagskrá nefnd- arinnar, sem hefur skapað allmikið "gutl í bomsum". Er það ætlun okkar að bæta nokkrum jazz-plötum við safnið, til þess að vekja athygli á ósvikinni jazz-tónlist, en vegna ósamkomulags innan safnnefndar verða þær færri en skyldi. Með jazz á ég auðvitað ekki við það gaul, sem heyrist í útvarpinu í tíma og ótíma. Það hefur oft furðað mig, hve margir rugla saman þessum tveimur hugtökum : jazz og dægurlög. Það er m.a. til þess að lagfæra þennan leiðin- lega misskilning, að við bætum jazz- plötum í safnið. Það er einnig ætlun okkar að gefa út bækling um meðferð á plötum, reglur safnsins o.fl. Meðferðin á plötunum hef- ur undanfarið verið heldur slæm, og er það von okkar, að bæklingurinn verði bót í máli þar. Sumir hafa ef til vill tekið eftir því, að ég kallaði mína : "Hljómskífusafn" Menntaskólans og ekki, sem eðlilegra væri : Glaumbæjarsafnið. Það stafar mjög einfaldlega af því, að mér er inni- lega illa við orðið. Það er eins og ein- hverjir fjósamenn ofan úr sveit hafi ver- ið þar að verki, og ekki sæmilega sið- menntað fólk. Skora ég þess vegna ein- dregið á menntlinga að kreista fram úr heilabúinu nafn, sem er pínulítið skemmti- legra og liprara. Gunnar Kjartansson. N. B. Plötusafnið opnar ekki fyrr en húsrúm leyfir, þ.e.a.s., þegar við komum því fyrir á einhvern góðan stað. HNÍFUR ÉG skal segja þér sögu mína, - sumum finnst hún ljót. Þar sem verða skyldi blót, mæltum við okkur mót; dauðinn og ég. Löngum var ég morðvopn í hendi manns, varð glaður, er blóð fylgdi í mína slóð, og hló - síðla á kvöldum. Hlátur og harmakvein. Ég heyri ennþá hljóðin. En nú er bitið úr blöðunum horfið, samvizkan nagar slitnar eggjar, oddurinn er sorfinn og skaftið fúið. Og þó er harma minna bót, að ég var morðvopn - í hendi manns. Sigurður H. Stefánsson. QUID NOVI, frh. af bls, 7. 19. okt. við ágæta aðsókn nemenda.--- Framtíðin hóf starfsemi sína í vetur með málfundi um sambúðina milli karla og kvenna 6.-bekkjar, en hún er mjög í réttu hlutfalli við gæðin. Var fundur- inn mjög þunnur, en skemmtilegur. Næsti fundur Framtíðarinnar verður um trúmál.---Tónlistarnefnd sýndi stór- myndina Fantasíu í Gamla Bíoi við prýðilega aðsókn. Hefur tónlistanefnd margt fleira á prjónunum.----Aðalfund- ur Braga og Baldurs verður haldinn í kvöld (er þetta er ritað). Voru menn almennt farnir að óttast um líf þessara ágætu félaga.---Fleira markvert hafði ekki gerzt er vika var af nóvember. Jónas.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.