Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 32

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 32
- 28 - ar gengið fyrir með kaup á miðum eins og venja hefur veriðs og vorum við svo barnalega bjartsýnir að ætla, að flestir þeirra myndu gera okkur þann mikla heiður að koma. En því var ekki að skipta. Áhuginn var lítill - og nokkur auð sæti talandi tákn þess. Nu mun e.t.v. sumum finnast ég fulmenni og skurkur að baktaLa burtfarna nemendur, enda er það alls ekki ætlun mín, því að hinir bekk- irnir voru ekki síður sama markinu brenndir, og það er til þeirra, sem ég beini máli mínu. ÁhugaLeysið í skolanum var svo almennt, að furðu sætti. Nem- endur skolans höfðu margir hverjir ekki séð ieikinn, er tvær síðustu sýningar voru augiýstar. Það var ekki að sjá, að hér væri á ferð leikrit Menntaskolans í Reykjavík, aldargömui skólahefð, er allir menntaskólanemendur ættu að sjá sóma sinn í að styðja, heldur sýndu þeir leikn- um ekki meiri áhuga en sem hér væru á ferð barnaskólanemendur austan af Landi að sýna Kærleikskoddann eða Lási tru- lofast, eða þá að nýir dægurlagasöngvar- ar væru að heilla fermingastúlkur með söng og gítarleik. Svona er þá komið um þá starfsemi, sem nemendur Lærða skólans hófu til vegs og virðingar fyrir um 100 árum og lögðust allir á eitt til þess að gera sér og skóla sínum til sæmdar. Og var nokkur furða, að aðrir hefðu ekki áhuga á því skólaleikriti, sem nemendur sjálfs skólans sinntu svo lítið? Svo bætti það gráu ofaná svart, að til þess að fullnægja listaþörf almennings um þessar mundir, var honum eingöngu boðið upp á þá andlegu fæðu, sem hann helzt kýs, gamanleiki (breyttir tímar frá 1700 ! ) og það í svo ríkum mæli, að hann át yfir sig, eins og oft vill verða, þegar vel er veitt : Sex gamanleikrit að fratöldum Kátlegum kvonbænum voru sýnd í einu í Reykjavík og nágrenni og livað má þá eins vesæl gleymd Herranótt, sem er eins og milliréttur í þessari sjö rétta máltíð á milLi tanna tannhvassrar tengda- mömmu eða Don Camillos? - Og afleið- ingarnar urðu því sem við mátti búast, greiðsluhalli, svo að ekki sé sterkara að orði komizt. Og þannig tók núverandi leiknefnd við málunum. Hún áleit, að breytinga væri vant, breytinga, sem hefðu átt að eiga sér stað fyrir löngu. í fyrsta lagi þurfti að bæta tveim mönnum í nefndina á hverju hausti til þess að dreifa hinu erfiða starfi leiknendar á fleiri herðar og gefa kennurum jafnframt kost á að vera nærveru meðlima hennar meira aðnjótandi en áður var. Einnig þurfti þá að gera greinargerð um ná- kvæma verkaskiptingu, en slíkt fyrirbæri hefur verið hér um bil óþekkt í sögu leik- nefndar. Verkum var skv. greinargerðinni skipt á þessi embætti : 1. Formaður, 2. gjaldkeri, 3. ritari, 4.1eik- sviðstjóri, 5. framkvæmdastjóri, 6. aug- lýsingastjóri og 7. áhaldavörður. Einnig fór leiknefnd fram á það við rektor að fá skipaðan úr hópi kennara ábyrgðarmann nefndarinnar, sem skyldi hafa eftirlit með störfum hennar og fé. Var það mjög auð- sótt og Einar Magnússon kjörin til þeirra starfa. Þessar breytingar og nokkrar fleiri á lögum leiknefndar, voru sam- þykktar á skólafundi þ. lO.okt. Þó fór það ekki alveg snuðrulaust fram. Tók meirihluti fundarins þá einkennilegu að- stöðu að fella þann lið breytinganna, sem gaf leiknefnd heimild til að skipa í nefnd- ina tvo menn að hausti, en kaus heldur að láta skólafund um það val. Nú skal enginn halda, að leiknefnd hafi ekki kom- ið í hug sú liugdetta. Fyrst í stað var það meira að segja eindreginn ásetningur hennar að láta skólafund kjósa þessa tvo heiðursmenn. En er leið á sumarið, fóru að renna á okkur tvær grímur, er okkur varð ljóst, að eftir að hafa starfað sam- an í heilt sumar og gert upp með sér í hvaða embætti hver hinna fimm þegar kjörinna meðlima væri hæfastur, þá hlyti leiknefnd að bera meira skynbragð á það, hverra manna væri vant í þau tvö emb- ætti, sem eftir væru, heldur en skólafund- ur. Bárum við þetta undir marga okkur reyndari menn og voru þeir þá allir á sama meiði og við, þeirra á meðal rektor, sem var því algjörlega hlynntur. En aðalrök þess, er helzt þóttist vita betur á fundinum, voru lýðræðisþrá, hætta á klíkuskap og að skólafundur hefði á síðasta hausti valið tvo menn í leik- nefnd og hefði það val tekizt einkar vel. Er ég honum í því síðastnefnda algjörlega sammála en langar jafnframt að gera lýð- um ljóst, að báðir þessir menn voru bornir fram af leiknefnd, en annar þeirra sjálfkjörinn, svo að skólafundur hafði reyndar lítið til málanna að leggja í það skiptið. Einnig vil ég undirstrika, að þeir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.