Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 15
11 hafði misritazt í skeytinu um komutíma flugvelarinnar og hafði ég sem sé verið týnd í heilan solarhring. Með aðstoð lög- reglunnar hafði ég svo komið í leitirnar á þessu hoteli. Ég var í skyndi flutt yfir á annað gisti- hús, og sett í herbergi með ungri stúlku frá ísrael. Hún nefndist Atara og var nemandi menntaskolans í TelAviv. Seinna komst ég að vísu að þvx, að hún hét alls ekki Atara heldur Corina, en þar sem það var rúmenskt nafn, þotti það ohentugt fyrir fulltrúa ísraels, svo henni var gefið nýtt nafn meðan hún var í Ameríku. Strax frá þessum degi reyndumst við Atara óaðskiljanlegar vinkonur. Þarna voru auk okkar ellefu aðrir keppendur frá Evrópu. ± heila viku dvöldumst við um kyrrt í New York. Á hverjum morgni vorum við vaktar eldsnemma og vorum á þönum allan daginn. Við komum fram í sjón- varpi og sýningarhúsum og hefði mátt iíkja okkur við kindur, sem eru reknar rétt úr rétt. Einu sinni vorum við allar settar upp í parxsarhjól í skemmtigarði og síðan var hjólið látið snúast tímum saman. Þetta var gert í þágu ljósmynd- ara, sem vildu ná myndum. Við vorum víst ekkert sviphýrar, þegar því ferða- lagi var lokið. Alltaf var sama konan í fylgd með okk- ur og átti hún oft fullt í fangi með að halda hópnum saman. Sigurði sá ég aðeins bregða fyrir á blaðamannafundum, sem voru haldnir dag- lega. Á kvöldin birtumst við í ýmsum fræg- um sjónvarpsþáttum, en yfirleitt var séð um, að við færum snemma í rúmið og fengjum nægan svefn. Aðfararnótt þess 11. var svo flogið til Kaliforníu. Þá höfðu þegar bætzt margar í hópinn og voru þær frá ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Hver stúlka klæddist þjóð- búningi síns lands og var þarna marg- litur hópur samankominn. Það var tekið á móti okkur á flugvell- inum í Los Angeles með kostum og kynj- um og hver stúlka kynnt fyrir sinni gæzlu- konu, sem skyldi líta eftir þeim næstu tíu daga. Verndarkona mín var af ís- lenzkum ættum, en fædd í Ameríku. Samt talaði hún íslenzku reiprennandi. Hún átti eftir að reynast mér sem móðir og bókstaflega klæddi mig á morgnana og skildi ekki við mig fyrr en ég var örugg- lega komin í bólið á kvöldin. Það fyrsta, sem ég veitti eftirtekt þarna voru pálmatrén. Þau hafði ég aldrei séð áður. Annars er gróður lítill sökum hita og landið flatt og eyðilegt. En einkennilegt er, hve loftið er tært og hreint og næturnar svalar. Þótt hit- inn væri geysilegur á daginn, og spjar- irnar væru til óþæginda var nauðsynlegt að bregða sér í yfirhöfn á kvöldin. Nú voru allir þátttakendurnir mættir - 7 3 að tölu. Allt voru þetta laglegar stúlkur á aldrinum 17-28 ára, flestar sýningarstúlkur eða leikkonur í heima- landi sínu. Aðeins ein svört stúlka tók þátt, og var hún frá Martinique. Var það í fyrsta sinn, sem negrar sendu fulltrúa. Löndin austan járntjaldsins áttu engan fulltrúa. Annars voru þarna fulltrúar flestra landa heims, og það var gaman að virða fyrir sér þessar stúlkur, sem áttu eftir að láta hvern og einn dæma land þeirra eftir breytni þeirra sjálfra. Við bjuggum allar saman í lágreistu en glæsilegu gistihúsi búnu öllum þæg- indum, að ógleymdri sundlaug, sem var öllum til ánægju. Okkar var gætt sem dýrmætis og máttum við aldrei gegna neinum einkaerindum né yrða á ókunn- uga. Lögregluliðið, sem gætti okkar, bílstjórarnir, sem óku okkur, og hús- mæðurnar, sem fylgdu okkur, voru öll sjálfboðaliðar. Allan daginn vorum við á þönum sem fyrr. Á morgnana voru æfin^ar og myndatökur. Síðdegis heimsottum við svo fyrirtæki eða klúbba. Hvarvetna var okkur tekið vel og sýndur allur sómi. Á hverjum stað vorum við kynntar, hver í sínu lagi og þótti þá tilhlýðilegt að við stæðum upp, þökkuðum fyrir mót- tökurnar og segðum frá landi og þjóð - einkum þær, sem voru langt að. Áður en ég fór til Kaliforníu hafði ég aldrei haldið ræðu, og ég blátt áfram skalf af hræðslu, þegar ég varð að standa upp í fyrsta sinn frammi fyrir fjölda fólks. En jafnskjótt og ég var komin í ræðustólinn var eins og öll hræðsla hyrfi og ég fór að tala. Það var ekki hægt að vera hrædd frammi fyrir þessu elskulega fólki. Þar í landi er hverju mannsbarni eðlilegt að standa upp og segja nokkur orð, því þau eru vanin á það allt frá barnæsku. Hverja frístund notaði ég til þess að fara í sundlaugina. Það var dásamlegt

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.