Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.11.1957, Blaðsíða 14
10 BRYNDÍS SCHRAM : "MISS UNIVERSE" samkeppnin for fram dagana 11. til 21. júlí síðastliðið sumar. Var það í 5. sinn, sem hún er haldin. Aðstandendur hennar eru íbúar Long Beach, sem er í bænum Long Beach, sem liggur við Kyrrahafið rétt sunnan við Los Angeles.Stór baðfataverzlun og einnig snyrtivörufyrirtækið Max Factor standa að henni peningalega og auglýsa með því vörur sínar. Þessi keppni er því hvort tveggja í senn, auglýsingafyrir - tæki og kynningar starfsemi. Keppni sem þessi nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkj- unum og kemur árlega mikill fjöldi fólks til Long Beach til þess að verða aðnjót- andi þess sem þar fer fram. Long Beach hefur því á örfáum árum breytzt úr ó- þekktum olíuvinnslubæ í frægan baðstað og skemmtistað fyrir auðuga Ameríku- menn. Það eru ekki örfáir valdir menn, sem stjórna hátíðahöldunum heldur fær hver sem vill að taka þátt í þeim. Heilar verzlanir, hárgreiðslustofur, tann- læknar, bílstjórar, lögreglumenn, hús- mæður og margir fleiri leggja fram vinnu algjörlega án endurgreiðslu. Fólkið í bænum hlakkar til þessar hátíðar allt árið og jafnast þau á við jólin annars staðar. Það tekur mjög vel á móti ungu stúlkunum, sem þangað eru sendar ár- lega og mæta þeim með brosi hvar sem er. Sem fyrr segir stendur keppnin yfir í tíu daga og er hver dagur skipaður. Stúlkunum er ætíð haldið saman og fá engan tíma til þess að sinna einkastörf- um. Sérstakir dómarar eru fengnir til þess að velja fegurstu stúlkuna. Þeir fylgjast með þeim alla daga, en sjálf at- höfnin fer fram seinasta kvöldið í stóru samkomuhúsi. Stúlkurnar koma fram í sundbol og síðan samkvæmiskjól og eru látnar ganga fram langan pall, sem ligg- ur út í mannhafið. Eftir það fer svo hver til síns heimalands, nema sú sem hreppir verðlaunin. Hún er skyldug til þess að dvelja um kyrrt í Bandaríkjun- um í heilt ár. Fyrir tveimur árum var svo fslandi boðin þátttaka. í fyrra sinnið fór Guð- laug Guðmundsdóttir, sem nú er orðin húsmóðir hér í borg, en nú í sumar var ég svo lánsöm að vera send sem full- trúi lands míns. Ferðin hófst í sunnankalda og rign- ingu aðfararnótt 4. júlí. Var ráðgert, að ég eyddi nokkrum dögum í New York ásamt fleirum Evrópustúlkum. Fararstjóri minn var Sigurður Magnús- son blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Reyndist hann mér vel í hvívetna. Flugið gekk vel, og skömmu áður en við lentum, fór ég fram fyrir, skipti um kjól og snurfussaði mig í andliti. Ég ætlaði auðvitað að líta vel út, þegar ég mætti blaðamönnum og ljósmyndur- um á flugvellinum. Við höfðum heyrt sagt, að þeir yrðu í hópi móttökunefnd- arinnar. En viti menn. A flugvellinum tóku ekki aðrir á móti okkur en önugir tollarar og útlendingaeftirlitsmenn. Við höfðum sem sé alveg gleymzt. Þarna kannaðist enginn við okkur né okkar ferðir. Við urðum því að sjá um okkur sjálf og vera venjulegt ferðafólk. Við gátum náð okkur í herbergi á hóteli og hvílzt um stund. Þetta fyrsta kvöld háttaði ég sár og aum um allan líkama, eftir að vera bú- in að ramba frá einum staðnum í annan allan daginn. Næsta morgun vaknaði ég eldsnemma við að síminn var að hringja. Þegar ég tók upp tólið og sagði til nafns míns, hrópaði konurödd upp og síðan romsaði hún því út úr sér á ensku, hve glöð hún væri yfir því að hafa loksins fundið mig heila á húfi. Fyrir misskilning

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.